- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Einar fæddist á Hálsi í Fnjóskadal. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri og embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1935. Hann hóf málflutningsstörf og blaðamennsku nánast samtímis, því strax að loknu háskólaprófi varð hann ritstjóri Íslendings fyrir norðan jafnframt því að reka þar lögfræðistofu. Hann flutti síðan til Reykjavíkur og starfaði sem blaðamaður á Vísi 1936-1938. Þegar tímaritið Frjáls verzlun var stofnað varð hann fyrsti ritstjóri þess og gegndi því um fjögurra ára skeið. Hann varð síðan einn af ritstjórum Morgunblaðsins árin 1956-1959. Jafnframt rak hann málflutningsstofu í Reykjavík í tvo áratugi. Einar var faðir blaðamannanna Ásmundar Einarssonar (1938-2008) og Hildar Einarsdóttur.