- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Eiður var blaðamaður og síðar ritstjórnarfulltrúi við Alþýðublaðið 1962-1967. Þá var hann yfirþýðandi, fréttamaður og fulltrúi dagskrárstjóra frétta- og fræðsludeildar Sjónvarps frá 1967 til 1. desember 1978. Hann var kjörinn á þing fyrir Alþýðuflokkinn á Vesturlandi 1978 og sat á þingi til 1993, var m,a, umhverfisráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda 1991-1993. Þá réðst hann til utanríkisþjónustunnar. Hann var fyrst sendiherra Íslands í Noregi með aðsetur í Ósló en síðar víðar um lönd. M.a. var hann aðalræðismaður Íslands í Winnipeg í Kanada, sendiherra í Kína og síðan aðalræðismaður Íslands í Þórshöfn í Færeyjum en lét af störfum 2009.
Eiður var formaður Blaðamannafélags Íslands 1971-1972 og sat útvarpsráði 1978-1987. Hann birti fjölda greina um íslensk málefni í innlendum og erlendum tímaritum og blöðum, samdi og þýddi útvarpsefni ásamt vinnu að gerð kvikmynda. Hann hlaut verðlaun úr Móðurmálssjóði Björns Jónssonar ritstjóra 1974. Hann hélt eftir starfslok sín úti bloggsíðunni Skrifað og skrafað – Molar um málfar og miðla. Þar fann hann m.a. að ýmsu sem betur mátti fara í íslensku máli, ekki síst í fjölmiðlum.
https://www.althingi.is/altext/raeda/146/rad20170202T103001.html
https://is.wikipedia.org/wiki/Ei%C3%B0ur_Svanberg_Gu%C3%B0nason