- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Siðavefur
- Lög og reglugerðir tengdar blaðamennsku
- Verðlaun
- Blaðamaðurinn
- Ritstjórnarlegt sjálfstæði
- Aðgengi að hættusvæðum
- Viðburðir
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Bríet fæddist á Haukagili í Vatnsdal. Hún missti föður sinn um tvítugt og þegar móðir hennar brá búi fór hún til náfrænda sins, séra Arnljóts Ólafssonar á Bægisá. Þar var góður bókakostur og Bríet þráði að komast til mennta. Hún stundaði skólanám á Laugalandi í Eyjafirði 1880-81 og var það eina formlega skólaganga hennar. Hún dvaldist í Reykjavík veturinn 1884-1885 og komst þá í kynni við Valdimar Ásmundsson, ritstjóra Fjallkonunnar, sem einn fyrstur manna ritaði um kvenfrelsismál hér á landi og varð litlu síðar eiginmaður hennar. Bríet varð fyrst kvenna til að birta ritgerð á Íslandi, reyndar undir dulnefninu Æsa að hætti tíðarandans, í Fjallkonunni 1885 og til að flytja hér á landi fyrirlestur um hagi og réttindi kvenna sem birtist 1888. Með eiginmanni sínum stofnaði Bríet Kvennablaðið árið 1895, sem varð mjög vinsælt og náði um tíma mestri útbreiðslu allra íslenskra blaða, og einnig Barnablaðið árið 1898. Saman ráku þau Valdimar talsvert umsvifamikla útgáfustarfsemi allt þar til Valdimar féll óvænt frá fimmtugur að aldri.
Vilhjálmur Þ. Gíslason segir í ritinu Blöð og blaðamenn 1733-1944 að Bríet hafi verið „skörungskona og skaphörð nokkuð, en barngóð, áhugasöm og víðsýn og prýðilega ritfær. Hún var ágætur blaðamaður og þótt pólitísk kvenréttindi og aukin þátttaka kvenna í opinberu lífi og menntamálum væru aðaláhugamál hennar, tók hún í Kvennablaðinu ýmis önnur áhugamál kvenna til meðferðar.“
http://is.wikipedia.org/wiki/Br%C3%ADet_Bjarnh%C3%A9%C3%B0insd%C3%B3ttir