- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Siðavefur
- Lög og reglugerðir tengdar blaðamennsku
- Verðlaun
- Blaðamaðurinn
- Ritstjórnarlegt sjálfstæði
- Aðgengi að hættusvæðum
- Viðburðir
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Foreldrar Braga voru Kristjón Kristjónsson og Elísabet Engilráð Ísleifsdóttir. Hann varð stúdent frá Verzlunarskóla Íslands og stundaði síðar nám við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn. Bragi starfaði sem blaðamaður fyrst eftir stúdentspróf. Um það segir systursonur hans, Hrafn Jökulsson, í formála að bók Braga, Sómamenn og fleira fólk, sem Hrafn ritstýrði: „Bragi hefur reyndar um áratugaskeið miðlað blaðalesendum af þekkingu sinni og stílsnilld. Árið 1959 varð hann kornungur blaðamaður á Vikunni og skrifaði meðal annars svokallaða Aldarspegla, sem voru einskonar nærmyndir af þekktum samtímamönnum. Síðar skrifaði hann reglulega í Vísi og fleiri blöð, en þó langmest í Morgunblaðið. Greinar Braga gegnum tíðina fjalla um allt milli himins og jarðar. Hann er Verzlunarskólagenginn og menntaður í alþjóðaviðskiptum, svo þekking hans spannar allt frá íslenskri bóksögu til fínni blæbrigða heimspólitíkur. Þá hefur Bragi skrifað talsvert um íslensk stjórnmál og eru víst nokkrir pólitíkusar sem lengi munu kenna sviða þegar þeir minnast pílu frá hinum háttvísa bóksala.“ Bragi hefur í seinni tíð orðið þekktastur fyrir framlag sitt í bókmenntaþætti Sjónvarpsins, Kiljunni. Systir Braga er Jóhanna Kristjónsdóttir, blaðamaður og móðir blaðamannanna Illuga Jökulssonar og Hrafns Jökulssonar.