- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Siðavefur
- Lög og reglugerðir tengdar blaðamennsku
- Verðlaun
- Blaðamaðurinn
- Ritstjórnarlegt sjálfstæði
- Aðgengi að hættusvæðum
- Viðburðir
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Bragi er fæddur 4. nóvember, sonur Dagmarar Kristínar Hannesdóttur og Guðmundar Þorleifssonar.
Bragi stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík og lauk sveinsprófi í ofsetskeytingu árið 1989. Hann var með eigin atvinnurekstur 1981 til 1983. Þá starfaði hann á auglýsingadeild DV á árunum 1983. Hann vann sem ljósmyndari og ritstjórnarfulltrúi á Vísi frá 1962 til 1985 og í Prentsmiðju Frjálsrar fjölmiðlunar og síðar Ísafoldarprentsmiðju 1985 til 2002.
Bragi var formaður og varaformaður Blaðamannafélags Íslands frá 1975 til 1981. Hann er einn af viðmælendunum í bókinni Íslenskir blaðamenn við handhafa blaðamannaskírteina 1-10 sem kom út 2007 á 110 ára afmæli félagsins.
Í viðtali við vísir.is um bók hennar Til Eyja lýsir Edda Andrésdóttir fréttamaður er hún var send kornung á vettvang þegar gosið hófst á Heimaey með Braga sem ljósmyndara.
„Ég var einfaldlega ræst út eins og aðrir blaðamenn um nóttina og það var tilviljun fremur en hitt að ég lenti í Eyjum, með ekki nema ársreynslu að baki. Það var ekki einu sinni ljóst hvort hægt yrði að lenda þar, það var allt eins búist við að það yrði bara flogið yfir, að flugvöllurinn væri við það að lokast. En við Bragi Guðmundsson ljósmyndari lentum í morgunsárið og vorum þar í viku,” segir Edda.
Hún kveðst hafa hripað niður það sem fyrir augun bar og lesið upp afraksturinn gegnum landsímann. Ekki var tölvum og farsímum til að dreifa. „Það var kostur að þekkja til í Eyjum,“ segir hún. „Svo var Bragi með tíu ára reynslu, útsjónarsamur og alltaf jafn pollrólegur...“