- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Björn fæddist í Reykjavík 28. febrúar. Foreldrar hans voru hjónin Ágústa Björnsdóttir og Kjartan Thors, forstjóri og formaður Vinnuveitendasambands Íslands um skeið. Björn varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1942, lagði stund á hagfræði við Háskóla Íslands 1942-1943 og nám í arkitektúr við Kaliforníuháskóla í Berkeley, Harvard-háskóla og Gautaborgar-háskóla árin 1943-1946.
Hann varð starfsmaður Landssambands íslenskra útvegsmanna og Félags íslenskra botnvörpuskipaeigenda árið 1946 og síðar framkvæmdasljóri FÍB. Í desember árið 1959 varð hann blaðamaður við Morgunblaðið þar sem erlendar fréttir og erlend málefni urðu hans sérsvið. Hann var síðan blaðamaður á Mynd þann skamma tíma sem það blað starfaði, en réðst aftur til Morgunblaðsins 1961. Björn var formaður Menningarsjóðs Blaðamannafélags Íslands 1962-1970. Björn lét af störfum á ritstjórn Morgunblaðsins árið 1984, en annaðist þýðingar fyrir blaðið til dauðadags.
http://timarit.is/files/18401863.pdf#navpanes=1&view=FitH&search=%22THORS%20Bj%C3%B6rn%20Thors%22