- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Siðavefur
- Lög og reglugerðir tengdar blaðamennsku
- Verðlaun
- Blaðamaðurinn
- Ritstjórnarlegt sjálfstæði
- Aðgengi að hættusvæðum
- Viðburðir
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Bjarnleifur fæddist í Vestmannaeyjum 21. mars. Hann var sonur hjónanna Bjarnleifs Jónssonar skósmiðs frá Sauðárkróki og Ólafíu Kristínar Magnúsdóttur frá Nesi við Seltjörn og var yngstur tólf systkina.
Bjarnleifur nam skósmíði hjá föður sínum, varð meistari í iðn sinni árið 1943 og hafði þá unnið hjá Hvannbergsbræðrum í eitt ár. Hann hóf að ljósmynda íþróttaviðburði sem áhugamaður og var þá ekki aftur snúið.
Bjarnleifur starfaði eftir það við blaðaljósmyndun í á fjórða áratug. Í fyrstu tók hann myndir fyrir Þjóðviljann, síðan fyrir Vísi, þá Dagblaðið og síðast starfaði hann fyrir DV. Sérsvið Bjarnleifs voru þó ætíð íþróttamyndir og er sagt að fáir stórir kappleikir hafi verið háðir hérlendis á þessum áratugum að Bjarnleifur hafi ekki verið mættur með ljósmyndavélina.