- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Siðavefur
- Lög og reglugerðir tengdar blaðamennsku
- Verðlaun
- Blaðamaðurinn
- Ritstjórnarlegt sjálfstæði
- Aðgengi að hættusvæðum
- Viðburðir
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Bjarni fæddist í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1926 og lagði síðan stund á laganám við Háskóla Íslands. Embættisprófi í lögum lauk hann árið 1930 og hélt þá utan til framhaldsnáms í stjórnlagafræði við háskóla í Berlín og Kaupmannahöfn. Hann var skipaður prófessor við Háskóla Íslands árið 1932, þá 24 ára gamall. Þegar Bjarni kom heim frá námi var hanm kjörinn í bæjarstjórn Reykjarvíkur 1934 og átti þar sæti til 1942 og aftur 1946-1949. Árið 1940 tók hann við embætti borgarstjóra í Reykjavík og helgaði sig frá þeim tíma að miklu leyti stjórnmálum. Bjarni var borgarstjóri Reykjavíkur til ársins 1947, er hann tók í fyrsta sinn við ráðherraembætti sem utanríkis- og dómsmálaráðherra, varð síðan á árunum 1953-1956 dóms- og menntamálaráðherra. Þegar vinstri stjórnin var mynduð 1956 gerðist hann ritstjóri Morgunblaðsins og hlaut árið 1957 viðurkenningu út Móðurmálssjóði Björns Jónssonar. Ritstjórastarfi gegndi Bjarni til 1959 er hann tók við ráðherraembætti í ríkisstjórn Ólafs Thors, viðreisnarstjórninni svokölluðu. Hann varð síðan forsætisráðherra í nóvember 1963 og gegndi því embætti þar til hann lét lífið í voveiflegum eldsvoða á Þingvöllum ásamt eiginkonu og dóttursyni í júlímánuði árið 1970. Bjarni Benediktsson er faðir Björns Bjarnasonar, fyrrum fréttastjóra og aðstoðarritstjóra á Morgunblaðinu og Vísi og síðar mennta- og dómsmálaráðherra. Hann var einnig tengdafaðir Vilmundar heitins Gylfasonar.