- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Baldur fæddist í Hafnarfirði. Faðir hans var Óskar Eyjólfsson og móðir Ingigerður Þorsteinsdóttir. Að loknu miðskólaprófi á Skógum stundaði hann nám við lýðháskóla í Svíþjóð einn vetur. Því næst hélt hann til Katalóníu þar sem hann lærði listasögu og spænskar bókmenntir í einn vetur við Universidad de Barcelona. Hann var blaðamaður á Tímanum 1957-1964 og starfaði síðar sem fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu um árabil. Hann var skólastjóri Myndlistarskóla Reykjavíkur 1965-1973. Baldur hefur setið í stjórn Rithöfundafélags Íslands. Eftir hann liggur fjöldi ljóðabóka og ritferill hans spannar nú við upphaf annars áratugar aldarinnar rúma fjóra áratugi. Hann hlaut verðlaun úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins árið 2011.