- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Siðavefur
- Lög og reglugerðir tengdar blaðamennsku
- Verðlaun
- Blaðamaðurinn
- Ritstjórnarlegt sjálfstæði
- Aðgengi að hættusvæðum
- Viðburðir
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Ásmundur fæddist í Reykjavík 11. september 1925. Hann lést á Landspítalanum 4. ágúst 1997. Foreldrar hans voru Sigurjón Jóhannsson, er lengi starfaði sem skrifstofustjóri Brunabótafélags Íslands, og Helga Arngrímsdóttir. Ásmundur varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1944 og stundaði nám í hagfræði við Kaupmannahafnarháskóla 1945-1949. Hann var starfsmaður Københavns Statistiske Kontor með námi. Ásmundur varð við heimkomuna blaðamaður við Þjóðviljann á árunum 1952-1971, en varð þar á eftir starfsmaður á Hagstofu Íslands allt til starfsloka. Í starfi sínu á Þjóðviljanum fékkst Ásmundur fyrst og fremst við erlend málefni, lengst af ásamt Magnúsi Torfa Ólafssyni.