- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Siðavefur
- Lög og reglugerðir tengdar blaðamennsku
- Verðlaun
- Blaðamaðurinn
- Ritstjórnarlegt sjálfstæði
- Aðgengi að hættusvæðum
- Viðburðir
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Árni er fæddur 1. mars í Vestmannaeyjum. Foreldrar hans eru Poul C. Kanélas, í Detroit, Bandaríkjunum, og Ingibjörg Á. Johnsen, fyrrv. kaupkona. Hún átti síðar Bjarnhéðin Elíasson, skipstjóra og útgerðarmann í Vestmannaeyjum.
Árni Johnsen lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands árið 1966 og starfaði sem kennari í Vestmannaeyjum árin 1964-1965 og í Reykjavík 1966-1967. Árni var starfsmaður Surtseyjarfélagsins með aðsetur í Surtsey sumar og haust 1966 og 1967. Hann var blaðamaður við Morgunblaðið frá 1967 og starfaði með hléum við það á ýmsum tímum til 1991. Þá var hann var dagskrárgerðarmaður við Ríkisútvarpið um tíma svo og við Sjónvarpið við stofnun þess.
Árni var kosinn á þing fyrir Sjálfsstæðisflokkinn í Suðurlandskjördæmi 1983-1987 og 1991-2001 og Suðurkjördæmi 2007-2013. Hann hefur komið víða við í félagsmálum, bæði fyrir heimabyggð sína og í störfum sínum í tengslum við Alþingi.
Þá hefur hann skráð viðtalsbækur og bækur um gamanmál alþingismanna, skrifað fjölda greina í Morgunblaðið og önnur blöð, en einnig samið tónlist svo sem svítu, sönglög og sungið og spilað eigin lög og annarra á hljómplötur.
Árni er í hópi blaðamanna með langan starfsaldur sem rætt er við í Hörðum slag – Íslenskir blaðamenn II eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur.
http://www.althingi.is/altext/cv/is/?nfaerslun
http://www.heimaslod.is/index.php/%C3%81rni_Johnsen
https://www.discogs.com/%C3%81rni-Johnsen-Og-Brekkuk%C3%B3rinn-Brekkus%C3%B6ngur/release/11836143