- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Siðavefur
- Lög og reglugerðir tengdar blaðamennsku
- Verðlaun
- Blaðamaðurinn
- Ritstjórnarlegt sjálfstæði
- Aðgengi að hættusvæðum
- Viðburðir
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Árni fæddist á Ísafirði 14. apríl. Foreldrar hans voru Gunnar Stefánsson og Ásta Árnadóttir. Hann lauk miðskólaprófi í Reykjavík, stundaði síðan flugnám um tíma en fór síðan vestur um haf til að kynna sér fjölmiðla og blaðamennsku í Bandaríkjunum. Árni varð blaðamaður við Alþýðublaðið og síðar fréttastjóri 1959-1965, ritstjóri þess 1976-1977 og 1985-1987. Hann var fréttamaður og varafréttastjóri við Ríkisútvarpið 1965-1976 og fréttastjóri um hríð. Þá var hann fréttaritstjóri Vísis 1976. Árni sat í bæjarstjórn Reykjavíkur 1970-1974. Hann átti sæti í stjórn Blaðaprents hf. um árabil og var þar formaður um skeið. Þá átti Árni sæti í útvarpsráði 1978-1979, svo og í útvarpslaganefnd og síðar útvarpsréttarnefnd. Hann átti sæti á Alþingi fyrir Alþýðuflokkinn meira og minna frá árinu 1978-1991. Árni skrifaði bókina Eldgos í Eyjum, en hann var fréttamaður útvarpsins á vettvangi í eldgosinu. Árni Gunnarsson var formaður Blaðamannafélags Íslands um tíma á áttunda áratugnum.
http://www.visir.is/armstrong-var-foringinn-i-oskju/article/2012120829167