- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Siðavefur
- Lög og reglugerðir tengdar blaðamennsku
- Blaðamaðurinn
- Ritstjórnarlegt sjálfstæði
- Aðgengi að hættusvæðum
- Viðburðir
- Verðlaun
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Námskeiðið "Undanþáguákvæði upplýsingalaga" verður haldið á vegum Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála fimmtudaginn 12. nóvember 2020, kl. 09:00-12:30. Námskeiðið fer einungis fram í fjarnámi. Fjarnámið er sent út í beinu streymi og einnig verður upptaka af námskeiðinu aðgengileg fyrir fjarnema eftir að því lýkur.
Umsjónarmaður og fyrirlesari er Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur.
Þátttökugjald er kr. 18.700- Athugið að félagar í BÍ geta stótt um styrk til félagsins til að mæta þessum kostnaði.
Smelltu hér til að skrá þig á námskeiðið
Í námskeiðinu verður farið yfir helstu undanþágur frá meginreglu upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum með tilliti til þess hvernig þær hafa verið skýrðar í dómaframkvæmd Hæstaréttar og úrskurðum úrskurðarnefndar um upplýsingamál.
Fjallað verður um að hvaða marki stjórnvöldum kann að vera óheimilt að afhenda upplýsingar um einstaklinga á þeim forsendum að þær varði einkamálefni sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Enn fremur verður sjónum beint að því hvenær viðskiptalegir og fjárhagslegir hagsmunir fyrirtækja geta komið í veg fyrir að stjórnvöld veiti aðgang að upplýsingum. Þá verður lýst helstu tilvikum þar sem stjórnvöldum er óheimilt að veita aðgang vegna almannahagsmuna.
Í námskeiðinu verður einnig fjallað um þau tilvik þar sem stjórnvöld mega bera fyrir sig leynd án þess þó að þeim sé óheimilt að veita aðgang, eins og t.d. um vinnugögn, gögn sem lögð eru fyrir ráðherra og gögn sem varða starfsmannamál.
Markmiðið með námskeiðinu er að þátttakendur öðlist undirstöðuþekkingu á undanþáguákvæðum upplýsingalaga nr. 140/2012. Umfjöllunin verður studd dæmum um framkvæmd laganna og þá m.a. vísað til úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dóma Hæstaréttar og álita umboðsmanns Alþingis.
Markhópur: Starfsfólk stjórnsýslunnar sem leysa þurfa úr álitaefnum um hvort veita eigi aðgang að upplýsingum. Fjölmiðlafólk, fræðafólk og aðrir sem áhuga hafa á að nýta sér lögin til að kynna sér gögn og upplýsingar í vörslum stjórnvalda.
Kjartan Bjarni Björgvinsson er cand.jur. frá Háskóla Íslands og með meistarapróf í lögum frá London School of Economics and Political Science. Hann hefur m.a. annars starfað sem aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis og formaður rannsóknarnefndar Alþingis. Kjartan var skipaður héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur í apríl 2015 og kjörinn formaður Dómarafélags Íslands árið 2019.
Þú gætir líka haft áhuga á námskeiðinu "Hvernig á að leysa úr málum samkvæmt upplýsingalögum? Raunhæf dæmi" haldið 19. nóvember - Smelltu hér ef þú vilt vita meira.
Allar frekari upplýsingar um námskeiðið veitir Lára Hrönn Hlynsdóttir, verkefnisstjóri, á larah@hi.is eða í síma 525-5434.