- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Siðavefur
- Lög og reglugerðir tengdar blaðamennsku
- Blaðamaðurinn
- Ritstjórnarlegt sjálfstæði
- Aðgengi að hættusvæðum
- Viðburðir
- Verðlaun & viðurkenningar
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Aðalfundur Blaðamannafélags Íslands fór fram í gærkvöldi, þriðjudaginn 8. apríl, á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf. Fundurinn var vel sóttur bæði á staðnum og rafrænt en í fyrsta skipti var félagsfólki af landsbyggðinni og öðrum þeim sem ekki áttu heimangengt boðið að fylgjast með aðalfundi í streymi og greiða atkvæði með rafrænum hætti.
Allar lagabreytingartillögur stjórnar samþykktar
Á fundinum voru allar lagabreytingartillögur stjórnar samþykktar. Engar aðrar tillögur bárust fundinum né heldur voru breytingartillögur lagðar fram. Í tillögum stjórnar voru þær breytingar helstar lagðar til á lögum félagsins að skýrari greinarmunur verði gerður á því hvers konar aðild að félaginu hægt er að velja, sérstaklega hvað varðar sjálfstætt starfandi blaðamenn. Einnig verði nemum í blaðamennsku á háskólastigi nú veitt heimild til nemaaðildar. Þá var lagt til ákvæði um opinbera birtingu félagatals yrði fellt úr lögum félagsins. Lög félagsins verða uppfærð í samræmi við ákvörðun aðalfundar og birt á vef félagsins síðar í dag.
Ályktanir fundarins
Tvær ályktanir voru samþykktar á fundinum. Önnur um heiftúðlega orðræðu í garð blaðamanna og hin kerfisbundna aðför að blaðamönnum á Gaza. Hér má finna ályktanirnar í heild sinni.
Ríkt félag
Á fundinum var kosið í ýmsar stjórnir og nefndir félagsins og ljóst að félagið er ríkt af mannauði. Tillögur kjörnefndar voru einróma samþykktar og voru eftirfarandi:
Aðalstjórn:
Bára Huld Beck, sjálfstætt starfandi – aðalmaður til tveggja ára.
Ragna Gestsdóttir, DV – aðalmaður til tveggja ára.
Skúli Halldórsson, MBL – aðalmaður til tveggja ára.
Aðalsteinn Kjartansson, Heimildin – varamaður til eins árs.
Bjarki Sigurðsson, Sýn – varamaður til tveggja ára.
Magnús H Jónasson, Viðskiptablaðið – varamaður til tveggja ára.
Siðanefnd:
Pálmi Jónasson, sjálfstætt starfandi, formaður.
Jóhann Óli Eiðsson, Deloitte, varaformaður.
Valgerður Jóhannsdóttir, meðstjórnandi
Fulltrúi útgefenda: Ásgeir Þór Árnason.
Fulltrúi Siðfræðistofnunar: Emma Björg Eyjólfsdóttir.
Auðunn Arnórsson, sjálfstætt starfandi, varamaður.
Brynhildur Ólafsdóttir, sjálfstætt starfandi, varamaður.
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, sjálfstætt starfandi, varamaður.
Stjórn Menningarsjóðs, Endurmenntunarsjóðs og Orlofsheimilasjóðs:
Aðalbjörn Sigurðsson, Gildi lífeyrissjóður.
Guðmundur Bergkvist, RÚV.
Lillý Valgerður Pétursdóttir, Sýn.
Auðunn Arnórsson, sjálfstætt starfandi – varamaður.
Elín Albertsdóttir, sjálfstætt starfandi – varamaður.
Silja Björk Huldudóttir, MBL – varamaður.
Stjórn Styrktarsjóðs:
Andri Yrkill Valsson, RÚV.
Eyrún Magnúsdóttir, sjálfstætt starfandi.
Sunna Kristín Hilmarsdóttir, HR.
Erla Dóra Magnúsdóttir, DV – varamaður.
Ragnhildur Aðalsteinsdóttir, sjálfstætt starfandi – varamaður.
Viðar Guðjónsson, MBL – varamaður.
Skoðunarmenn reikninga:
Hólmfríður Gísladóttir, Sýn.
Þórdís Arnljótsdóttir, RÚV.
Garðar Örn Úlfarsson, Fiskifréttir – varamaður.
Dómnefnd Blaðamannaverðlaunanna:
Brynhildur Ólafsdóttir, sjálfstætt starfandi.
Helga Arnardóttir, sjálfstætt starfandi.
Jóhann Óli Eiðsson, Deloitte.
Pálmi Jónasson, sjálfstætt starfandi.
Sunna Kristín Hilmarsdóttir, HR.
Kjörnefnd:
Eyrún Magnúsdóttir, sjálfstætt starfandi.
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, UMFÍ.
Sunna Valgerðardóttir, sjálfstætt starfandi.
Samningaráð:
Anna Lilja Þórisdóttir, RÚV
Einar Þór Sigurðsson, DV
Erla Hlynsdóttir, Heimildin
Hallgerður Kolbrún. E. Jónsdóttir, Sýn
Hallgrímur Indriðason, RÚV
Ragna Gestsdóttir, DV
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, MBL
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, RÚV