Blaðamannaverðlaunin 2023 - frestur til að skila inn tilnefningum er 5. febrúar

Blaðamannaverðlaun Blaðamannafélags Íslands verða veitt í 21. skipti þann 15. mars næstkomandi. Frestur til að skila inn tilnefningum til dómnefndar er 5. febrúar.

Tilnefningar dómnefndar verða kynntar viku fyrir afhendingu, þann 8. mars.

Eins og undanfarin ár verða verðlaunin veitt í fjórum flokkum:

  • Besta umfjöllun ársins 2023
  • Viðtal ársins 2023
  • Rannsóknarblaðamennska ársins 2023
  • Blaðamannaverðlaun ársins 2023

Þau sem vilja senda dómnefndinni efni sem birt var á síðastliðnu ári sem þeim þykir eiga erindi í að keppa um að hljóta viðurkenningu skulu gera það rafrænt. Á press.is er þar til gert innsendingarhólf, en einnig má koma tilnefningum til skila á netfangið bladamannaverdlaun@press.is eða beint á skrifstofu félagsins að Síðumúla 23 á auglýstum skrifstofutíma. Tilheyrandi gögn og röksemdafærsla skulu fylgja hverri tilnefningu. 

Stjórnin