- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Siðavefur
- Lög og reglugerðir tengdar blaðamennsku
- Verðlaun
- Blaðamaðurinn
- Ritstjórnarlegt sjálfstæði
- Aðgengi að hættusvæðum
- Viðburðir
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Mál nr. 2/2024-2025
Kærandi: Pétur Eggerz Pétursson
Kærðu: Smári Jökull Jónsson
Kæruefni:
Frétt á visir.is 21. júní 2024 um niðurstöðu nefndar um eftirlit með lögreglu en þar var
fjallað um viðbrögð lögreglu vegna mótmæla við ríkisstjórnarfund í Skuggasundi þann 31. maí.
Kærandi telur niðurstöðu nefndarinnar ekki standast og þar af leiðandi fréttin. Hann telur
umfjöllunina varða við 1., 2. og 6. grein siðareglna.
Málsmeðferð:
Kæran barst skrifstofu BÍ 21.06.2024. Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands fékk málið sent
24.06.2024 og afgreiddi málið á fundi 02.07.2024.
Málavextir:
Kærandi telur að blaðamaður hafi í fréttinni ekki haft sannleikann að leiðarljósi, hann setji
upplýsingarnar ekki fram á heiðarlegan og sanngjarnan hátt og að ekki sé leitað annara sjónarmiða
en komi fram í niðurstöðu nefndarinnar. Þá niðurstöðu telur kærandi ekki rétta.
Umfjöllun nefndarinnar:
Í málsmeðferðarreglum siðanefndar og sérstöku kærublaði sem kærendur fylla út kemur skýrt fram
hvað þurfi að liggja fyrir svo kæra geti verið tekin til umfjöllunar. Kærandi þarf að hafa leitað
leiðréttingar hjá viðkomandi miðli. Hann þarf að vera aðili máls eða hafa ríkra hagsmuna að gæta.
Kæran þarf að berast innan tveggja mánaða frá birtingu efnisins. Og kærandi þarf að láta hina
kærðu umfjöllun fylgja með kærunni. Ekkert af þessum skilyrðum er uppfyllt í kærunni að tveggja
mánaða kærufrestinum frátöldum. Að auki er rangt farið með fyrirsögn fréttarinnar. Siðanefnd
telur kæranda ekki fullnægja málsmeðferðarreglur við meðferð kæra vegna meintra brota á
Siðareglum Blaðamannafélags Íslands og því beri að vísa málinu frá.
Úrskurðarorð:
Málinu er vísað frá Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands.