- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Siðavefur
- Lög og reglugerðir tengdar blaðamennsku
- Verðlaun
- Blaðamaðurinn
- Ritstjórnarlegt sjálfstæði
- Aðgengi að hættusvæðum
- Viðburðir
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Kærandi: Magnús H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja
Kærðu: Bergljót Davíðsdóttir, blaðamaður á DV og ritstjórn DV
Kæruefni: Fréttir og fyrirsagnir í DV 20. og 23. janúar 2006
Kæran barst siðanefnd í bréfi frá lögmanni kæranda, Hlyni Halldórssyni, dags. 14. febrúar. Kærunni fylgdu ljósmyndir af forsíðu og umfjöllun DV um málið dagana 20. og 23. janúar. Þá fylgdi tölvupóstur til stöðvarstjóra Íslandspósts í Keflavík dags. 5. janúar; samþykkt um hundahald; tölvupóstur til blaðamanns DV dags. 20. janúar og svar blaðmanns sama dag.
Sjónarmið kærðu komu fram í bréfi Einars Þórs verrissonar lögmanns dags. 19. apríl. eð bréfinu fylgdi ónafngreindur tölvupóstur heimildarmanns DV fyrir umræddri frétt og ljósrit úr Orðabók enningarsjóðs með skýringu á orðinu njósnir".
Málið var tekið fyrir á fundum siðanefndar 20. febrúar, 12. og 26. apríl, og 8., 15. og 22. maí. Kærandi kom á fund siðanefndar 8. maí að beiðni nefndarinnar.
Þann 20. janúar 2006 birtist frétt á forsíðu DV undir fyrirsögninni: Magnús Guðjónsson, forstöðumaður HES. Bað bréfbera í Keflavík að njósna um íbúa. Ólöglegt segir forstjóri Persónuverndar". ynd af agnúsi fylgdi fyrirsögninni og frekari umfjöllun var um málið á bls. 10 í blaðinu.
Sama dag og umrædd frétt birtist sendi kærandi blaðamanni DV tölvupóst og kvartaði undan umræddri frétt sem hann sagði ranga og óskaði leiðréttinga. Þann 23. janúar birtist síðan á forsíðu DV fyrirsögnin Magnús H. Guðjónsson. egir Póstinn bera ábyrgð á njósnum" og nánari frétt var um málið á bls. 8.
Í kærunni segir að umfjöllun DV báða dagana sé í veigamiklum atriðum röng og kæranda séu lögð orð í munn sem hann sagði aldrei og hann sagður hafa gert tiltekna hluti sem hann aldrei gerði."
Að sögn kæranda voru málavextir þeir að hann skrifaði Önnu aríu Guðmundsdóttur, stöðvarstjóra Íslandspóst í Keflavík tölvupóst þann 5. janúar 2006. Tilefni tölvupóstsins hafi verið fréttaskrif vegna vandræða sem bréfberar lentu í vegna hunda og misbrests á skráningu þeirra. Í tölvupóstinum velti kærandi því upp hvort bréfberar væru til í að punkta niður hjá sér hvar hunda væri að finna í þeirra hverfum." Lýkur kærandi tölvupóstinum á því að spyrja hvernig líst þér á svona samvinnuverkefni?"
Kærandi segist ekki hafa fengið svar við þessari hugmynd og því hafi hann látið málið niður falla eða eins og hann segir í tölvupósti til blaðamanns DV 20. janúar og birt var í fréttinni 23. janúar: það [málið] komst aldrei á það stig að fá álit Persónuverndar eða annarra aðila, auk þess sem ég hafði ekki borið málið undir mína yfirmenn."
Í kærunni segir að í tölvubréfinu hafi kærandi einungis sett fram hugmynd en ekki formlega beiðni. Þá hafi tölvubréfið verið sent á yfirmann Íslandspósts í Keflavík en ekki almenna póstbera. Umfjöllun DV um málið sé því röng og villandi í öllum meginatriðum."
Í kærunni er einnig kvartað yfir því að DV virðist hafa komist yfir einkasamskipti milli fyrrgreindra aðila á ólögmætan hátt; að umfjöllunin sé persónugerð á ósmekklegan hátt með mynd af kæranda; og að tilvitnun í Persónuvernd sé ósanngjörn og ómálefnaleg", þar sem ætla megi að Persónuvernd hafi kveðið upp úrskurð eða látið álit sitt í ljós á málinu sem stjórnvald eftir formlega umfjöllun." Þá hafi DV ekki sinnt þeirri skyldu að leiðrétta rangfærslur 20. janúar heldur þvert á móti hafi rangfærslur haldið áfram í fréttinni 23. janúar.
Í andmælum DV er gerð krafa um að málinu sé vísað frá og til vara að komist verði að þeirri niðurstöðu að skrif og framsetning DV hafi ekki brotið siðareglur B.Í.
Í svarinu er því haldið fram að efnisatriði í fyrirsögn DV þann 20. janúar sé einfaldlega rétt" þar sem í tölvupósti kæranda til Önnu aríu Guðmundsdóttur, stöðvarstjóra Íslandspósts, sé ekki verið að lýsa neinu öðru en að ósk hafi verið sett fram um að ákveðinni vitneskju yrði aflað með leynd". Þá segir að tölvupóstur frá heimildarmanni DV sé einnig í samræmi við þann tölvupóst sem kærandi sendi til yfirmanns Íslandspósts í Keflavík."
Með svari kærðu fylgir umræddur tölvupóstur heimildarmanns. Í tölvupóstinum segir að bréf hafi borist póstburðarfólki í Keflavík frá kæranda, sem hafi verið lesið upp yfir alla starfsmenn, þar sem við póststarfsfólk erum beðnar um að skrifa nafnlaust niður öll þau hús í hverfunum okkar sem eru hundar í".
Í svari DV segir að forsíðufyrirsögnina verði að skiljast í tengslum við þær heimildir sem DV hafði undir höndum þess efnis að þessi skráning hefði átt sér stað, hver svo sem bar upphaflega og endanlega ábyrgð á henni."
Um önnur umkvörtunarefni segir í andmælum DV að fullyrðing um að DV hafi komist yfir einkasamskipti aðila á ólögmætan hátt sé órökstudd. Kærðu telji ekkert óvenjulegt við myndbirtinguna enda séu slíkar myndir birtar af opinberum starfsmönnum sem eru andlag umfjöllunar fjölmiðla í íslenskum fjölmiðlum daglega." arðandi tilvitnun í Persónuvernd staðfesti forstjóri hennar að hann þekkti ekki umrætt tilvik en að ekki hafi verið óskað leyfis Persónuverndar. Því hafi fyrirsögnin ólöglegt" átt rétt á sér.
Um leiðréttingarskyldu DV í umræddu máli telja kærðu að ekki hafi verið þörf á að leiðrétta fyrirsögnina þar sem hún hafi verið í samræmi við tölvupóst kæranda til Íslandspósts.
Á fundi hjá siðanefnd var agnús spurður sérstaklega út í umfjöllun DV þann 23. janúar en í þeirri frétt virðist sem agnúsi hafi verið gefinn kostur á að koma sínu sjónarmiði á framfæri og að fréttin sé að hluta unnin uppúr tölvupósti kæranda til blaðamanns 20. janúar þar sem hann fer fram á leiðréttingu. agnús sagði nefndinni að í fréttinni 23. janúar sé ranglega staðhæft að hann hafi sagt að Pósturinn bæri ábyrgð á njósnum þar sem hann hafi ekki vitað til þess að neitt hafi verið gert með framangreinda hugmynd. Jafnframt sagði hann að ranglega hafi verið staðhæft í greininni að rétt hafi verið haft eftir honum í DV 20. janúar. agnús sagði að þegar blaðamaður hafi upphaflega haft samband við hann hafi hann talið að spurningar blaðamanns snérust um hundahald í hans umdæmi og kvartanir póstburðarfólks yfir hundum á svæðinu. Í lok samtalsins hafi hann verið spurður um umræddan tölvupóst til stöðvarstjórans og hann kannast við að hafa skrifað hann, en jafnframt hafi honum skilist að blaðamaður hefði tölvupóstinn undir höndum og því ekki þurft að útskýra efni hans frekar.
Meginatriði kærunnar snýst um það hvort efni upphaflegs tölvupósts hafi gefið tilefni til þeirrar fyrirsagnar sem birtist 20. janúar og hver hafi borið ábyrgð á skráningu sem hafi hafist í framhaldi af honum skv. heimildarmanni DV.
Siðanefnd fellst ekki á það sjónarmið kærðu að tölvubréf kæranda til yfirmanns pósthússins í Keflavík hafi gefið tilefni til umræddrar fyrirsagnar. Af lestri tölvupóstsins er augljóst að hann setur fram hugmynd og segir: mér var að detta í hug hvort einhverjir bréfberar hjá þér væru til í að punkta niður hjá sér hvar hunda væri að finna í þeirra hverfum." Og í lok tölvubréfsins spyr hann: Hvernig líst þér á svona samvinnuverkefni?". Ekki er með sanngirni hægt að álykta af þessum orðum að hann hafi beðið bréfbera að njósna fyrir sig, heldur einungis sett fram hugmynd um samvinnuverkefni við yfirmann Íslandspósts í Keflavík.
DV hafði undir höndum heimildir fyrir því að efni bréfsins hafi verið komið á framfæri af yfirmönnum Íslandspósts til póstbera og skráning hafi hafist í framhaldinu. Þessu neitar yfirmaður Íslandspósts í fyrri fréttinni þann 20. janúar. Hafi þessari beiðni verið komið á framfæri við póstbera og tölvupósturinn lesinn fyrir starfsfólk, er ekki ólíklegt að það hafi túlkað það svo að beiðnin hafi komið frá kæranda. Af gögnum málsins er þó ljóst að hafi póstberar verið beðnir um að skrá umræddar upplýsingar hefði sú beiðni verið á ábyrgð yfirmanns Íslandspósts en ekki kæranda, enda er tölvubréf kæranda sent til yfirmannsins en ekki á póstbera. Fyrirsögnin 20. janúar er því verulega villandi.
Í kjölfar fréttarinnar 20. janúar sendi agnús tölvupóst til blaðamanns DV sama dag og óskaði leiðréttingar. Efni tölvupóstsins birtist að hluta í frétt blaðsins 23. janúar en á forsíðu er fyrirsögnin Magnús H. Guðjónsson. egir póstinn bera ábyrgð á njósnum." Enga slíka fullyrðingu er að finna í tölvupósti agnúsar einungis lýsing á upphaflegum tölvupósti hans til stöðvarstjóra og atriði sem fyrr eru rakin.
Framsetning DV í báðum þessum efnum, og sérstaklega forsíðufyrirsagnir 20. og 23. janúar, er því verulega ónákvæm og villandi og ekki í samræmi við 3. grein siðareglna BÍ þar sem kveðið er á um að blaðamaður vandi upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu.
Ritstjórn DV telst hafa brotið gegn 3. grein siðareglna Blaðamannafélags Íslands. Brotið er ámælisvert.
Reykjavík 22. maí 2006
Hjörtur Gíslason, Jóhannes Tómasson, Brynhildur Ólafsdóttir, alvör Nordal, igurveig Jónsdóttir