- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Siðavefur
- Lög og reglugerðir tengdar blaðamennsku
- Verðlaun
- Blaðamaðurinn
- Ritstjórnarlegt sjálfstæði
- Aðgengi að hættusvæðum
- Viðburðir
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Kærandi: Ólöf Ýrr Atladóttir.
Kærðu: Vefritið visir.is og Þröstur Emilsson, efnisstjóri þess.
Kæruefni: Kærð er myndbirting af dóttur og eiginmanni kæranda með frétt sem birtist 30. janúar 2006 á visir.is, þar sem höfð eru ummæli eftir kæranda sem ekkert tengjast fjölskyldu hennar.
Málið er kært með bréfi til siðanefndar dagsettu 7. febrúar 2006. Kærunni fylgir ljósrit af frétt á vefritinu visir.is frá 30. janúar 2006, kl. 06.00. jónarmið kærðra koma fram í bréfi Þrastar Emilssonar, efnisstjóra ísis, dags. 22. febrúar 2006. iðanefnd Blaðamannafélagsins fjallaði um málið á fundum 20. febrúar, 12. og 26. apríl.
Kærandi segist í kæru sinni óska eftir að siðanefnd Blaðamannafélagsins taki til umfjöllunar og úrskurðar"... frétt sem birtist á vefsíðu visir.is þann 30.01.2006 og bar yfirskriftina Eru að afla frekari gagna"." Fréttin byggi á frétt í Fréttablaðinu sama efnis, en efnið var umfjöllun ísindasiðanefndar um rannsóknir á vegum ákveðins lyfjafyrirtækis hér á landi. Í fréttinni var vitnað í mig, reyndar ranglega, og fólst tilvitnunin í meginatriðum í því að ég hafði sagt að ekkert væri að frétta, þar sem enn væri verið að bíða gagna. eð fréttinni á vefritinu visir.is birtist mynd af mér, dóttur minni og manninum mínum, en þessi mynd var að líkindum til í gagnasafni miðilsins frá því að viðtal birtist við okkur um allt annað málefni, að mig minnir fyrir rúmu ári eða svo. Ég gaf ekki leyfi til þessarar myndbirtingar, auk þess sem þriggja ára dóttir mín og maðurinn minn eru málinu allsendis óviðkomandi." ... mér bárust fregnir af því að mynd af okkur væri á sveimi í tengslum við þessa umfjöllun fyrst þann 7. febrúar og þá var hana enn að finna á netinu. Ég hafði umsvifalaust samband við ritstjóra Fréttablaðsins og kvartaði. Klukkustund síðar var myndina enn að finna á sama stað, en hún var svo farin af netinu einhverjum klukkustundum eftir það." egir kærandi að hún telji óforsvaranlegt að blanda fjölskyldu minni inn í málefni vinnunnar minnar með þessum hætti."
Í svari Þrastar Emilssonar við kæru kemur fram, að tilgreind frétt hafi verið samhljóða frétt sem birtist sama dag í Fréttablaðinu, en fréttir blaðsins eru sendar milli ritstjórnarkerfa miðlanna (Fbl. og ísis) og er um samhljóða birtingu að ræða." Athugasemd um myndbirtinguna hafi borist 7. febrúar 2006, með þeirri beiðni að hún yrði fjarlægð. ið því hafi verið orðið strax og beiðnin barst, eða kl. 17.45. Þá segir ennfremur að ekki liggi fyrir hvenær upphafleg kvörtun og ósk um að myndin yrði fjarlægð barst frá kæranda en ævinlega er brugðist við slíkum erindum um leið og þau berast mér. jálfsagt og eðlilegt var að verða við beiðninni, enda má taka undir það með kæranda að þeir sem á myndinni voru með kæranda komu umfjöllun þessari ekki við. Ekkert tilefni var til myndbirtingar af þessu tagi. Því fer hins vegar fjarri að þarna væri að yfirlögðu ráði verið að reyna að blanda fjölskyldu kæranda inn í téða umfjöllun. Undirritaður lítur svo á að um mistök hafi verið að ræða. Þau ber að harma. Jafnframt ber að biðja hlutaðeigandi velvirðingar á þessum mistökum."
Kæran tekur einvörðungu til framangreindrar myndbirtingar en ekki til efnisatriða í tilgreindri frétt þótt kærandi telji rangt eftir sér haft. iðanefnd tekur undir með kæranda og hinum kærðu, um að ekkert tilefni hafi verið til myndbirtingarinnar. iðanefnd telur líklegt að um mistök hafi verið að ræða, enda var strax brugðist við athugasemd kæranda og myndin fjarðlægð. Jafnframt harma kærðu mistökin og biðjast afsökunar á þeim í svarbréfi við kærunni. iðanefnd telur að kærðu hafi brugðist eðlilega við athugasemdum kæranda og því sé ekki tilefni til frekari afskipta af málinu.
Kærðu teljast ekki hafa brotið siðareglur Blaðamannafélagsins.
Reykjavík 26. apríl 2006
Kristinn Hallgrímsson, Brynhildur Ólafsdóttir, Hjörtur Gíslason, Salvör Nordal, igurveig Jónsdóttir