- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Siðavefur
- Lög og reglugerðir tengdar blaðamennsku
- Verðlaun
- Blaðamaðurinn
- Ritstjórnarlegt sjálfstæði
- Aðgengi að hættusvæðum
- Viðburðir
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Kærandi: Ólafur Einarsson.
Kærðu: Eiríkur Jónsson, blaðamaður DV og Jónas Kristjánsson og Mikael Torfason, ritstjórar DV.
Kæruefni: Kærðar eru fyrirsagnir á forsíðu og bls. 8 í DV þriðjudaginn 15. nóvember 2005. Sú fyrri, þ.e. forsíðufyrirsögnin er eftirfarandi: Hafnfirskur gleraugnasali selur tæki sem á að lækna fuglaflensu". Fyrirsögnin á bls. 8 í DV er þessi: ,,Lækning við fuglaflensu í Hafnarfirði".
Málið er kært með bréfi til siðanefndar, dagsettu 28. nóvember 2005. Kærunni fylgir ljósrit af forsíðu DV 15. nóvember 2005 og bls. 8 í sama blaði, en að auki útprentun af heimasíðunni www.sjonarholl.is/heilsa auk afrits rafpósts kæranda til Jónasar Kristjánssonar dags. 17. nóvember 2005 þar sem krafist er leiðréttingar og afsökunar af hálfu DV. Sjónarmið kærðu koma fram í bréfi lögmanns DV, Einars Þórs Sverrissonar hdl., dags. 19. desember 2005. iðanefnd BÍ fjallaði um málið á fundum þann 12. des., 9. jan. og 20. feb..
Kærandi segir í kæru sinni að hann hafi aldrei, ,,hvorki í orði né riti, haldið því fram að það tæki sem ég hef undir höndum lækni fuglaflensuna. Þetta veit Eiríkur vegna þess að ég sagði honum það. Ég get trúað því að tækið hafi áhrif, en hvorki mín orð né skrif á heimasíðu jónarhóls lofa neinu slíku sem fyrirsagnir DV staðhæfa." Í skýringu með kærunni segir kærandi að hann hafi undir höndum hljóðbylgjutæki sem byggi á aldargamalli tækni, ,,þar sem grunnhugsunin er þessi, að eyða veirum, bakteríum, sveppum og snýjudýrum í líkamanum með eigintíðni þeirra (resonance). Þetta tæki hafa ég og aðrir prófað á ýmsa kvilla, þar með talið flensu, með góðum árangri. Því varpa ég fram þeirri spurningu á heimasíðu jónarhóls, hvort tækið gæti haft áhrif á fuglaflensuna? Ekki er um fullyrðingu né loforð að ræða, heldur vangaveltur. Einnig tek ég þar fram að hvorki ég né nokkur annar viti hvernig veiran muni líta út og því ógerningur að svara spurningunni."
Í andmælum lögmanns hinna kærðu er kröfu kæranda mótmælt m.a. á þeim grundvelli að ekkert teljandi misræmi sé á milli efnisatriða fréttar í umrætt sinn og fyrirsagnanna, en efnisinnihald fréttarinnar sé ekki kært. Með ,,réttum málskilningi" fari ekki á milli mála að fyrirvarar og spurningar komi fram í fyrirsögnunum, og þegar þær séu skoðaðar í heild sinni, fari ekki á milli mála að ekki sé meira fullyrt í fyrirsögnum en fram komi í sjálfri fréttinni sem þær vísa til. érstaklega er mótmælt að blaðamaður DV hafi haft í hótunum við kæranda.
Kæran tekur einvörðungu til framangreindra fyrirsagna en ekki til efnisatriða í meðfylgjandi frétt. iðanefnd tekur undir með kæranda að framangreindar fyrirsagnir fullyrði meira en lesa má í sjálfri fréttinni sem þeim fylgja. Í fyrirsögninni á bls. 8 í DV þriðjudaginn 15. nóvember 2005 er beinlínis staðhæft að lækning við fuglaflensu finnist í Hafnarfirði hjá kæranda. Þótt yfirfyrirsögn dragi úr rangri fullyrðingu aðalfyrirsagnarinnar verður að gera þá kröfu til fjölmiðla að rétt sé farið með, en það er ekki gert í þetta sinn. Fyrirsögnin á forsíðu tekur ekki eins djúpt í árinni. Engu að síður er þar meira fullyrt en ummæli kæranda gáfu tilefni til. Það er því skoðun nefndarinnar að fyrirsagnirnar feli í sér brot á 3. gr. siðareglna BÍ.
DV telst hafa brotið gegn 3. gr. siðareglna BÍ. Brotið er ámælisvert.
Kristinn Hallgrímsson; Hjörtur Gíslason; igurveig Jónsdóttir; Brynhildur Ólafsdóttir; alvör Nordal