- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Siðavefur
- Lög og reglugerðir tengdar blaðamennsku
- Verðlaun
- Blaðamaðurinn
- Ritstjórnarlegt sjálfstæði
- Aðgengi að hættusvæðum
- Viðburðir
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Kærandi: Runólfur Gunnlaugsson.
Kærðu: Jakob Bjarnar Grétarsson, blaðamaður DV og Jónas Kristjánsson, ritstjóri DV.
Kæruefni: Fréttaflutningur DV um dóm Héraðsdóms Reykjavíkur að því er varðar kæranda. Kærð er umfjöllunin á forsíðu DV hinn 05.10.2005 þar sem sagt er að gjaldkeri félags fasteignasala hafi selt ósamþykkta íbúð sem samþykkta og hafi verið dæmdur til að greiða 1,3 milljónir í bætur.
Málið er kært með bréfi til siðanefndar, dagsettu 27. okt. 2005. Bréfinu fylgir ljósrit af forsíðu DV þennan umrædda dag, 5. okt. 2005; tölvupóstur kæranda til ritstjóra DV, dagsett 11. okt. 2005 þar sem krafist er afsökunarbeiðni á framsetningu fréttarinnar á forsíðu blaðisins og svar ritstjóra, dagsett 18. okt. 2005; auk greinar eftir Óla Tynes, fréttamann, sem birtist í orgunblaðinu 7. okt. 2005 og fjallar almennt um réttindi fólks til að verjast blaðamönnum. jónarmið Jakobs Bjarnars Grétarssonar, blaðamanns DV, bárust siðanefnd í bréfi dagsettu 16. nóv. 2005 og sjónarmið ritstjórnar DV barst frá lögmanni DV í bréfi dagsettu 22. nóv. 2005. Kærandi Runólfur Gunnlaugsson, óskaði eftir því að koma á fund iðanefndar til að skýra mál sitt enn frekar og sat fund með nefndinni þann 12. des. 2005. iðanefnd Blaðamannafélagsins fjallaði um málið á fundum þann 14. nóv., 12. des. 2005 og 9. jan. 2006.
Kærandi segir í kæru sinni að á forsíðu DV sé ,,afar ósmekkleg myndbirting" af kæranda ,,þar sem rauður hringur var dregin líkt og hengingaról um háls undirritaðs ásamt orðinu ,,sekur" með stórum stöfum undir myndinni." Í kærunni segir ennfremur að ,,Tilgangur þessarar framsetningar ,,fréttarinnar" á forsíðu DV var greinilega sá að svívirða forystu Félags fasteignasala og valda persónu minni og starfsemi sem allra mestu tjóni og ærumeiðingum. Ekki verður séð hvað það kemur máli þessu við hvaða fasteignasali á í hlut." íðar segir í kærunni að þessi framsetning sé ,,hvort tveggja í senn, atvinnurógur af verstu gerð og gróf tilraun til mannorðsmorðs." Kærandi tekur fram að blaðamaður DV hafi hringt í hann en hann hafi þá verið á leið í jarðarför og óskað eftir því að tala við blaðamann daginn eftir og sýna honum viðeigandi gögn. Daginn eftir hafi greinin hins vegar birst á forsíðu DV og kærandi segir sig skorta nægilega sterk lýsingarorð ,,til að lýsa því óeðli, illgirni og þeim óþverraskap," sem þessi vinnubrögð sýni. Á fundi kæranda með siðanefnd kom fram að hann er afar ósáttur við að fjallað hafi verið um málið á þennan áberandi hátt, enda sé það ekkert einsdæmi að ósamþykktar íbúðir gangi kaupum og sölum og hann hafi ekki getað vitað betur en að íbúðin hafi verið samþykkt.
Skilja má kæruna þannig að kærandi geri sérstaklega athugasemdir við þrennt: Að blaðamaður DV geri ekki greinamun á bótaskyldu og refsiverðri háttsemi í málflutningi sínum; að lesa hafi mátt út úr forsíðunni að kærandi hafi selt eignina og verið eigandi hennar sem sé rangt því hann hafi aðeins haft milligöngu um sölu hennar sem fasteignasali; og í þriðja lagi að rangt sé farið með föðunafn kæranda.
Kærandi vísar í 3. gr. siðareglna BÍ um að blaðamaður vandi upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu eins og kostur er, sýni tillitssemi og forðist að valda saklausu fólki sársauka eða vanvirðu. Þá óskar kærandi sérstaklega eftir afstöðu siðanefndar um það hvort framkoma blaðamanns sé í samræmi við 1. mgr. í 1. gr. siðareglna, þar sem segir, ,,Blaðamaður leitist við að gera ekkert það, sem til vanvirðu má telja fyrir stétt sína eða stéttafélag, blað eða fréttastofu."
Kærandi sendi tölvupóst á Jónas Kristjánsson, ritstjóra DV þar sem hann krefst þess að hann biðji sig ,,afsökunar á framsetningu "fréttarinnar" á forsíðu blaðsins og birtir á áberandi stað í blaði þínu hið fyrsta." varpóstur Jónasar er ein lína, svohljóðandi: ,,Ég hef kannað þetta mál og sé ekki nokkra ástæðu til að verða við ósk þinni."
Í greinagerð blaðamanns DV, Jakobs Bjarnars Grétarssonar, krefst hann frávísunar kærunnar á þeirri forsendu að blaðamaður hafi ekkert með forsíðu blaðsins að gera, hún sé alfarið á ábyrgð ritstjóra. Að öðru leyti leggur blaðamaður m.a. áherslu á að Runólfur geri ekki athugasemdir við það sem eftir honum er haft í fréttinni sjálfri.
Í andmælum lögmanns DV, er þess einnig krafist að málinu verði vísað frá að því er varðar blaðamann DV og að öðru leiti komist að þeirri niðurstöðu að ritstjórn DV hafi ekki brotið siðareglur BÍ. Lögð er áhersla á að það sé hlutverk fjölmiðilsins, ekki kæranda, að meta hvenær sé þörf á birtingu efnis og fjölmiðlum sé ávallt heimilt að segja fréttir af dómsmálum. Í kærunni komi ekkert fram um að fréttin hafi verið röng fyrir utan tilvísun í það hvort rétt sé að segja að fasteignasalar selji eign eða hvort segja verði að þeir hafi milligöngu um sölu eigna. Þá er beðist afsökunar á því að föðurnafn kæranda var rangt í fréttinni.
Umfjöllun:
Kæran snýst í öllum aðalatriðum að forsíðu DV sem hinn kærði blaðamaður ber ekki ábyrgð á. Að því er varðar mat siðanefndar á því hvort blaðamaðurinn hafi brotið 1. gr. siðareglna í samskiptum sínum við kæranda, þá virðist sem þar standi orð gegn orði. Blaðamaður segist ekki hafa gefið kæranda neina ástæðu til að ætla að beðið yrði með fréttina og lögmaður DV segir að í samtali kæranda og blaðamanns hafi ekkert komið fram um jarðaför. Í fréttinni (og reyndar líka í smáu letri á forsíðunni) eru sjónarmið og málsvörn kæranda reifuð og haft eftir honum að málið orki tvímælis. Að því leyti telur siðanefnd að blaðamaður DV hafi ekki brotið neinar reglur.
Hvað varðar forsíðu DV þá tekur siðanefnd undir það sjónarmið kæranda að gert hafi verið mikið úr málinu og að farið sé með mistök kæranda í starfi eins og um ásetning hafi verið að ræða, enda megi skilja fyrirsögnina á forsíðu á þann veg að kærandi hafi verið að selja eigin íbúð. Hins vegar telur siðanefnd að ekki sé beinlínis hægt að staðhæfa að fyrirsögnin sé röng því það sé vissulega málvenja að tala um að fasteignasalar selji eignir. Þá telur siðanefnd að það skipti máli að kærandi hafi verið valinn til trúnaðarstarfa í félagi fasteignasala sem gjaldkeri félagsins og því sé ekki óeðlilegt að það komi fram. Að öðru leyti telur siðanefnd að það sé hvorki í höndum siðanefndar BÍ né kæranda að meta eða ákveða fyrir fjölmiðla hvenær fjallað skuli um mál og hvenær ekki.
Úrskurður:
DV telst ekki hafa brotið gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands.
Kristinn Hallgrímsson, Hjörtur Gíslason, Sigurveig Jónsdóttir,
Brynhildur Ólafsdóttir, Salvör Nordal