- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Siðavefur
- Lög og reglugerðir tengdar blaðamennsku
- Verðlaun
- Blaðamaðurinn
- Ritstjórnarlegt sjálfstæði
- Aðgengi að hættusvæðum
- Viðburðir
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Mál nr. 4. 2007/2008
Kærandi: Ingjaldur Arnþórsson.
Kærður: Trausti Hafsteinsson, blaðamaður á DV.
Kæruefni: Kærð er umfjöllun DV um persónuleg málefni kæranda og fjölskyldu hans dagana 24. ágúst, 27. ágúst, 30. ágúst og 3. september 2007.
Málið er kært með bréfi Árna Pálssonar hrl. f.h. kæranda til siðanefndar dagsettu 14. september 2007. Kærunni fylgir ljósrit af framangreindri umfjöllun DV um kæranda. jónarmið kærðs koma fram í andmælabréfi hans og igurjóns . Egilssonar, ritstjóra DV, dags. 12. október 2007. iðanefnd Blaðamannafélagsins fjallaði um málið á fundum þann 25. september, 15. og 31. október og 5. nóvember 2007.
Kæran tekur til fjögurra greina sem birtust í DV í ágúst og september 2007.
Fyrsta greinin, opnuumfjöllun, birtist í DV 24. ágúst 2007. Í henni er kærandi sakaður um andlegt og líkamlegt ofbeldi" í fyrirsögn. Í greininni er annars vegar fjallað um ágreining á milli kæranda og fyrrverandi eiginkonu hans um framkvæmd sameiginlegs forræðis tveggja barna þeirra, 11 og 15 ára, alvarleg andleg veikindi konunnar og ítrekaðar sjálfsvígstilraunir hennar, auk frásagna af meintri líkamsárás kæranda gegn systur sinni og skattrannsókn" sem kærandi sætir. Hins vegar fjallar greinin um nær sex ára gamlar ásakanir á hendur kæranda, sem er forstöðumaður meðferðarheimilis fyrir ungt fólk á Laugalandi, er hann hefur verið hreinsaður af, eins og kemur fram í síðari greinum DV og nánar verður vikið að.
Hinn 27. ágúst 2007 birtir DV athugasemdir frá forstjóra Barnaverndarstofu vegna umfjöllunarinnar frá 24. ágúst 2007, þar sem vísað er til föðurhúsa rakalausum" fullyrðingum um illa meðferð kæranda á eigin börnum, fyrrverandi eiginkonu, og börnum sem hlotið hafa meðferð á Laugalandi. ama gildir um meinta líkamsárás kæranda á systur sína, sem Barnaverndarstofa telur ekki nokkurn fót fyrir. taðfestur er í athugasemdinni ágreiningur sem er á milli skattayfirvalda og kæranda um meðferð m.a. fæðishlunninda. Einnig er birt sérstök yfirlýsing frá Deloitte sem fjallar um athugasemdir skattayfirvalda þar sem ásökunum um refsivert athæfi í bókhaldi heimilisins er vísað á bug. Loks er birt athugasemd frá DV þennan sama dag, þar sem DV biðst m.a. velvirðingar á því sem kunni að hafa verið ofsagt í umfjöllun sinni frá 24. ágúst 2007 hvað varðar meint harðræði", meinta líkamsárás gagnvart systur kæranda, og að kærandi hafi dregið sér töluvert skattfé".
DV heldur umfjöllun sinni áfram 30. ágúst og 3. september 2007. Í þeim greinum eru fyrst og fremst rifjaðar upp nærri sex ára gamlar sakargiftir gagnvart kæranda, studdar vitnisburðum ýmist nafngreindra eða ónafngreindra heimildarmanna, fyrrum meðferðaraðila á Laugalandi og/eða ættingja þeirra. Þar eru ítrekaðar ásakanir um illa meðferð kæranda á skjólstæðingum sínum á Laugalandi, en eins og kemur fram í athugasemd forstjóra Barnaverndarstofu sem birtist 27. ágúst 2007 í DV, hafði kærandi verið hreinsaður af þeim ásökunum mörgum árum fyrr af stjórnsýslu barnaverndarmála.
Í kærunni er byggt á því að hinn kærði blaðamaður, Trausti Hafsteinsson, hafi brotið 3. gr. siðareglna Blaðamannafélags Íslands með því að sýna tillitsleysi í umfjöllun um málefni fjölskyldu kæranda. Þar sé fjallað um veikindi eiginkonu hans og sjálfsvígstilraunir hennar án þess að séð verði að hún hafi veitt samþykki fyrir því. Umfjöllunin byggi alfarið á upplýsingum frá bróður kæranda en það verði ekki talin vönduð upplýsingaöflun um svo viðkvæm mál. Þar að auki sé augljóst að málefnið eigi ekkert erindi við almenning en sé særandi fyrir börn kæranda og að líkindum móður þeirra einnig. Þá séu settar fram mjög alvarlegar ásakanir á hendur kæranda þess efnis að hann beri ábyrgð á veikindum konunnar og því að hún hafi reynt að svipta sig lífi," eins og segir í kærunni.
Í kærunni er því haldið fram að blaðamaðurinn hafi einnig brotið 3. gr. siðareglnanna með því að birta ítrekaðar ásakanir um meint harðræði kæranda sem forstöðumanns meðferðarheimilisins á Laugalandi gagnvart skjólstæðingum sínum, þrátt fyrir að rannsókn Barnaverndarstofu hafi löngu fyrr talið að þær ásakanir hafi ekki átt við rök að styðjast og umboðsmaður barna ekki gert athugasemdir við þá niðurstöðu.
Í andsvari Trausta Hafsteinssonar, blaðamanns, og igurjóns . Egilssonar, ritstjóra DV, kemur fram að þeir telji kæru lögmanns kæranda ónákvæma. ótmæla þeir því að umfjöllun DV um kæranda hafi einvörðungu byggst á samtölum við bróður kæranda. Hvað varðar þann hluta kærunnar sem lýtur að fjölskyldumálum Ingjalds er haft orðrétt eftir viðmælenda að hann beri meðal annars ábyrgð á heilsuleysi fyrrverandi eiginkonu sinnar. Fyrir liggur og er óumdeilt að mál forstöðumannsins Ingjalds og fyrrum eiginkonu hans voru til meðferðar hjá barnaverndaryfirvöldum. eðal annars barst athugasemd um samskipti þeirra vegna eigin barna til barnaverndaryfirvalda frá geðdeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri." Í niðurlagi athugasemdanna segir: DV þykir það frétt að forstöðumaður meðferðarheimilis fyrir unglinga hafi þrívegis verið tilkynntur til barnaverndaryfirvalda vegna harðræðis".
Kærandi verður að sætta sig við opinbera umfjöllun um störf sín, þótt gera verði eðlilega kröfu til fjölmiðla um sanngirni. Ekki þarf að koma á óvart að skjólstæðingar sem sæta innlögn og meðferð gegn vilja sínum hafi sitthvað við það að athuga. iðanefnd telur orka tvímælis hvort kærandi hafi notið nægjanlegrar sanngirni í umfjöllun DV 24. ágúst til 3. september 2007. Þar eru rifjaðar upp sex ára gamlar ásakanir um meint harðræði kæranda sem forstöðumanns meðferðarheimilisins á Laugalandi gagnvart skjólstæðingum sínum, þrátt fyrir að barnaverndaryfirvöld hafi hafnað þeim.
Öðru máli gegnir um umfjöllun DV um persónuleg málefni kæranda, fyrrverandi eiginkonu hans og barna þeirra. ægðarlaus umfjöllun um deilumál tengd skilnaði kæranda og fyrrverandi eiginkonu hans, er ekki verður felld undir annað en persónulegan harmleik, og ekki síst umfjöllun um alvarleg andleg veikindi konunnar og sjálfsvígstilraunir hennar, eiga ekkert erindi í fjölmiðla. Í því efni breytir engu þótt frásögnin sé höfð eftir þriðja aðila. Umfjöllunin jafngildir nafnbirtingu bæði konunnar og barna þeirra og er til þess fallin að skaða saklaust fólk.
Fullyrðingar um meinta líkamsárás kæranda gagnvart systur hans virðast tilhæfulausar. ama gildir um meintan fjárdrátt kæranda á skattfé sem virðist fjalla um ágreining milli kæranda og endurskoðanda hans annars vegar og skattayfirvalda hins vegar um túlkun á ákvæðum skattalaga, meðal annars um hlunnindi.
Að framangreindu virtu er ljóst að umfjöllun DV hinn 24. ágúst 2007 var óvönduð og þar víða pottur brotinn. DV dregur nokkuð í land með athugasemdum sínum hinn 27. ágúst 2007 (ranglega dagsett sem 12. júlí 2007 í blaðinu sjálfu) en þær duga hvergi nærri til þess að rétta hlut kæranda. Það sem eftir stendur eru annars vegar einkamálefni kæranda og fjölskyldu hans sem borin eru á torg án þess að séð verði hvaða erindi þau eigi í fjölmiðla og hins vegar þungar ásakanir um líkamsárás og skattamál. Auðveldlega hefði mátt afla nákvæmari og réttari upplýsinga um þau mál.
Kærði hefur brotið gegn 3. gr. siðareglna Blaðamannafélags Íslands með umfjöllun sinni um kæranda og fjölskyldu hans í DV 24. ágúst 2007. Brotið er alvarlegt.
Reykjavík, 5. nóvember 2007
Kristinn Hallgrímsson, Hjörtur Gíslason, Brynhildur Ólafsdóttir,Salvör Nordal,og Sigurveig Jónsdóttir