- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Siðavefur
- Lög og reglugerðir tengdar blaðamennsku
- Verðlaun
- Blaðamaðurinn
- Ritstjórnarlegt sjálfstæði
- Aðgengi að hættusvæðum
- Viðburðir
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Kærandi: Harpa Haraldsdóttir Krüger.
Kærði: Eiríkur Jónsson, blaðamaður á DV.
Kæruefni: Frétt DV um ómeðvitaða þungun og barnsburð kæranda.
Mál þetta barst siðanefnd Blaðamannafélags Íslands í bréfi dagsettu 10. september 2005. Óskað var eftir viðbrögðum kærða, DV, og bárust þau frá lögfræðingi DV í bréfi dagsettu 17. október 2005. Siðanefndin fjallaði um málið á fundum sínum 24. október og 14. nóvember 2005. Vegna kröfu kærða um frávísun málsins á grundvelli þess að kærandi hefði ekki leitað leiðréttingar mála sinna, var kæranda send fyrirspurn um þann þátt málsins. Barst nefndinni svar dagsett 31. október.
Í kærunni kemur fram að kærandi er ósáttur við frétt DV um þungun sína og fæðingu sonar síns, en kærandi hafði ekki vitað af þungun sinni. Kærandi hafði áður birt frásögn af atburðinum á netinu. Kæran beinist að Eiríki Jónssyni, blaðamanni DV, sem hringdi í kæranda til að fá nánari fréttir af atburðinum og mynd af barninu og móður þess. Kærandi neitaði að tala um atburðinn og vildi ekki myndatöku og bað Eirík að segja ekki frá honum í blaðinu. Engu að síður birtist birtist frásögn í DV um atburðinn tveimur dögum síðar. ú frétt var byggð á frásögn kæranda á heimasíðunni barnaland.is.
DV krafðist frávísunar vegna vanreifunar málsins og því að ekki var nefnd sú grein siðareglna sem kærandi taldi hafa verið brotna, auk þess að kærandi hafði ekki leitað leiðréttingar mála sinna hjá DV. Óskað var viðbragða kæranda við því. Í þeim viðbrögðum segir meðal annars svo: Að sjálfsögðu reyndi ég ekki að fá fram leiðréttingu á umfjöllun hjá viðkomandi fjölmiðli, þar með væri ég að samþykkja þessa frétt", sem ég gaf ekki leyfi til að yrði birt, þannig að ég óska eftir að mér verði veitt undanþága, sbr. 3.mgr./ 6.gr.siðareglna BÍ."
Siðanefnd hefur farið yfir kæruna og svar DV við henni. Kæran er ekki að öllu leyti skýr. Hins vegar telur siðanefnd að ekki sé ástæða til að krefjast þess að almenningur hafi þekkingu til þess að byggja upp kæru samkvæmt hugsanlegum ítrustu kröfum og nefna þar hvaða reglur kunni að hafa verið brotnar. iðanefnd telur einnig að skilyrði þess að kærandi leiti fyrst leiðréttingar mála sinna eigi ekki við í þessu tilfelli, því í raun sé ekki hægt að leiðrétta fréttina. Nefndin fellst þar á rök kæranda.
Í svari lögfræðings DV er farið fram á það að kærunni verði vísað frá vegna vanreifunar og til vara að niðurstaða siðanefndar verði sú að ekki hafi verið framið brot með birtingu fréttarinnar, enda hafi frásögnin verið rétt. Kærandi birti frásögn af ómeðvitaðri þungun sinni og fæðingu sonar á opinberri heimasíðu, barnaland.is, án þess að aðgangur að henni væri læstur. Þar með var kærandi búinn að segja sögu sína á opinberum vettvangi og gat eftir það tæpast amast við því að fjölmiðlar tækju málið upp.
Um þetta atriði segir kærandi í bréfi sínu dagsettu 31. október: Í höfundarréttarlögum er skýrt tekið fram að, verk sem birt eru á netinu, er einungis heimilt að lesa af skjá skv. höfundarlögum, útprentun, geymsla, áframsending eða önnur notkun efnisins er því óheimil nema komi til ótvírætt samþykki rétthafa eða sérstök lagaheimild.
Þetta ákvæði var brotið af Eiríki Jónssyni blaðamanni DV. hann sem starfandi blaðamaður til fjölda ára á að vita að, NEI ÞÝÐIR NEI. " (Leturbreytingar eru kæranda.)
Sú hefð hefur skapast að fjölmiðlar taki efni upp af opnum heimasíðum fyrirtækja og einstaklinga til birtingar og geti þar heimilda. Telur siðanefnd að DV hafi ekki brotið siðareglur BÍ með því að taka upp efnið af síðunni barnaland.is. Efni birt á netinu með þessum hætti er öllum aðgengilegt og hlýtur því að teljast opinbert, enda birt með vilja þess, sem setur efnið þar inn.
Umfjöllun DV brýtur því ekki í bága við siðareglur Blaðamannafélags Íslands. Hins vegar bendir siðanefnd á að í henni séu rangfærslur sem bendi ekki til vandaðra vinnubragða.
DV telst ekki hafa brotið gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands.
Kristinn Hallgrímsson; Hjörtur Gíslason; Sigurveig Jónsdóttir; Brynhildur Ólafsdóttir; Salvör Nordal