Mál nr. 3/2007-2008

Mál nr. 3/2007-2008
Kærendur: Eva Hauksdóttir fyrir sína hönd og ellefu annarra þátttakenda úr mótmælaaðgerðum Saving Iceland
Kærði: Ríkisútvarpið ohf.
Kæruefni: Umfjöllun um mótmæli Saving Iceland í fréttum og Kastljósi sjónvarpsins

Málsmeðferð:

Málið var kært til siðanefndar með bréfi tólfmenninganna dagsettu 22. ágúst 2007. eð kærunni fylgdi upptaka með fréttum úr sjónvarpstíma Ríkisútvarpsins og umræður úr Kastljósi. iðanefnd tók málið fyrir á fundi 25. september og var ákveðið að óska sjónarmiða Ríkisútvarpsins. Greinargerð frá LM Lögmönnum fyrir hönd Ríkisútvarpsins barst 12. október 2007. iðanefnd fjallaði um málið á fundum 15. og 31. október.

Málavextir:

Í kvöldfréttatíma sjónvarpsins þann 26. júlí var sagt frá mótmælum á vegum samtakanna Saving Iceland við Hellisheiðarvirkjun. Í fréttinni kom fram að fréttastofan hefði áreiðanlegar heimildir fyrir því að þátttakendur í mótmælaaðgerðum aving Iceland fengju greiðslur ef þeir væru handteknir af lögreglu vegna mótmæla. Í sömu frétt var haft eftir talsmanni samtakanna, norra Pál Jónssyni, að það væri hrein fásinna að einhverjir fengju greitt fyrir að mótmæla.

Í kæru segir að talsmaður samtakanna hafi haft samband við RÚV strax eftir að fréttin birtist og farið fram á leiðréttingu og afsökunarbeiðni. Í kvöldfréttatíma þann 29. júlí kom fram að samtökin aving Iceland hefðu krafið Ríkisútvarpið um að birta „gögn sem styðji þessa fullyrðingu [þ.e. að þátttakendur fengju greitt fyrir handtöku] eða biðjist tafarlaust afsökunar." Það var ekki gert heldur tók fréttastofa sjónvarpsins fram að hún stæði við fréttina. Kærendur fréttarinnar telja að umfjöllunin hafi brotið í bága við vandað fréttamennsku, fréttin hafi ekki verið rökstudd á nokkurn hátt eða heimilda getið enda hafi hún verið „uppspuni frá rótum". Umfjöllunin hafi valdið fjölda fólks sársauka og vanvirðu þar sem gefið hafi verið í skyn að mótmælendur væru „mútuþegar fremur en hugsjónafólk".

Í umræðu um fréttir vikunnar í Kastljósi þann 27. júlí báru mótmæli aving Iceland á góma. Þar fjölluðu tveir þekktir fjölmiðlamenn, Agnes Bragadóttir og Egill Helgason, um efnið og eins og segir í kæru „komust upp með það, án minnsta aðhalds frá stjórnanda þáttarins, að ausa óhróðri yfir okkur og félaga okkar án þess að færa nokkur rök fyrir máli sínu."

Í svari kærða er fjallað um rétt blaðamanna til að leyna heimildum og heimildarmönnum. Fréttastofan hafi haft traustar heimildir fyrir því að a.m.k. sumir mótmælendur í hópi aving Iceland hafi fengið greitt fyrir handtökur. Þá segir í greinargerð kærða að fréttastofan noti „ónafngreinda heimildamenn í fréttum sínum af mikilli varfærni og einungis í undantekningatilfellum." Þá er í greinargerðinni lögð áhersla á að skýrt hafi verið frá málinu á hlutlægan hátt og að talsmanni samtakanna hafi verið gefinn kostur á að svara fullyrðingunni og koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Þetta hafi bæði verið gert í upphaflegu fréttinni, í tíufréttum sama dag, þar sem birt var viðtal við talsmenn samtakanna, og tveimur dögum síðar þegar fjallað var um athugasemd samtakanna.

Umfjöllun:

Siðanefnd fjallar ekki um umræður í Kastljósi þar sem skoðanir einstaklinga koma fram. Kærð ummæli úr Kastljósi eru því utan lögsögu nefndarinnar. Eftir standa fréttir RÚV í sjónvarpinu 26. júlí og 29. júlí. Í fréttinni kom fram að fréttastofa sjónvarps teldi sig hafa traustar heimildir fyrir þeirri fullyrðingu að sumir mótmælendur fengju greitt fyrir að vera handtekin af lögreglu. iðanefnd hefur ekki forsendur til að meta trúverðugleika heimilda ríkissjónvarpsins enda hafa ekki verið lögð fram frekari gögn um efnið. Þar stendur orð gegn orði. iðanefnd telur mikilvægt að talsmanni samtakanna hafi verið gefinn kostur á að greina frá sjónarmiðum sínum strax og fullyrðingin var sett fram og leiðrétta það sem hann taldi rangfærslur fréttatstofunnar. jónarmið samtakanna voru ítrekuð með viðtali síðar sama kvöld. Þá var kröfu um leiðréttingu einnig komið á framfæri í fréttatíma tveimur dögum síðar. Að mati siðanefndar komu sjónarmið samtakanna því nægilega vel fram í umfjöllun fréttastofunnar.

Úrskurður:

Ríkisútvarpið telst ekki hafa brotið siðareglur Blaðamannafélags Íslands

Reykjavík, 31. október 2007

Kristinn Hallgrímsson, Brynhildur Ólafsdóttir, Hjörtur Gíslason, Salvör Nordal, igurveig Jónsdóttir,