- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Mál nr. 2/2007-2009
Kærandi: Svavar Kjarrval
Kærðu: Morgunblaðið og Lilja Björk Huldudóttir, blaðamaður
Kæruefni: Umfjöllun Morgunblaðsins um leikinn ,,RapeLay" og félagið Istorrent sem rekur vefinn torrent.is.
Málið er kært til siðanefndar með ódagsettu bréfi frá vavari Kjarrval fyrir hönd stjórnar Istorrents, póstlögðu 28. júní 2007. eð kærunni fylgir ljósrit af baksíðu orgunblaðsins og útprent af sömu frétt eins og hún birtist á vefsíðunni mbl.is. iðanefnd leitaði viðbragða hjá ritstjórn orgunblaðsins og barst svar frá fréttaritstjóra orgunblaðsins Birni igni igurpálssyni 6. september 2007. iðanefnd Blaðamannafélags Íslands fjallaði um málið á fundum 27. ágúst, 25. september og 15. október 2007.
Morgunblaðið birtir frétt um leikinn ,,RapeLay" á baksíðu þann 24. maí 2007 undir fyrirsögninni ,,Nauðgunarþjálfun á Netinu". Í undirfyrirsögn segir: ,,Á íslensku vefsvæði er hægt að nálgast tölvuleik sem hefur það að markmiði að þjálfa þátttakendur í nauðgunum." Greinin sjálf hefst svo: ,,Hægt er að nálgast tölvuleikinn RapeLay í gegnum íslenska vefsvæðið torrent.is." Nokkru síðar segir í greininni að ekki komi fram á vefnum hver reki vefsvæðið. Þá segir í nokkurs konar útdrætti undir fyrirsögninni: Í hnotskurn; ,,RapeLay er japanskur þrívíddar tölvuleikur sem fyrst kom fram á sjónarsviðið í apríl 2006." Þar segir einnig: ,,Istorrent, sem stendur að baki vefnum torrent.is, er áhugamannafélag um skráardeilingu, stofnað árið 2005."
Kærandi skiptir kæru sinni í nokkra hluta. Í meginatriðum sakar kærandi greinarhöfund orgunblaðsins um að hafa ,,viljandi eða af alvarlegu gáleysi ekki gert almennilega tilraun til þess að hafa samband við fulltrúa Istorrent áður en greinin var birt," og bendir á að hægt hefði verið að fá upplýsingar um stjórnendur vefsvæðisins eftir ýmsum leiðum. Kærandi sakar líka greinarhöfund og orgunblaðið um að hafa sleppt því að nefna mikilvægar tæknilegar staðreyndir og þannig látið í veðri vaka að stjórnendur vefsvæðisins hefðu gert leikinn aðgengilegan á vefsvæðinu að eigin frumkvæði. eð þessu hafi greinarhöfundur reynt að sverta orðspor Istorrents. Þá hafi fyrirsögn greinarinnar gefið ranga eða ýkta mynd af tilgangi leiksins og hafi hún greinilega verið valin ,,til þess eins að sverta álit almennings í garð starfsemi Istorrents."
Kærandi sendi ritstjórn orgunblaðsins bréf og krafðist þess að hún bæðist afsökunar. tyrmir Gunnarsson, ritstjóri orgunblaðsins, svaraði kæranda fyrir hönd blaðsins og sagði að ekkert tilefni væri til þess.
Í svari ritstjórnar orgunblaðsins til siðanefndar segir að reynt hafi verið að ná sambandi við forráðamenn torrent.is en það hafi ekki tekist þann dag. Lýsingar á leiknum hafi verið sannreyndar og fréttin því birt þótt ekki hefði tekist að ná í forráðamenn vefjarins. Þá er því vísað á bug að reynt hafi verið láta fréttina ,,hljóma svo að Istorrent hafi átt meiri hlut í dreifingu leiksins en raun bar vitni," eins og segir í kærunni. kýrt hafi verið tekið fram í fréttinni að um sé að ræða japanskan þrívíddarleik sem hægt sé að nálgast í gegnum íslenska vefsvæðið torrent.is. Hvergi hafi verið látið í veðri vaka að forráðamenn Istorrents hafi dreift leiknum, heldur einmitt tekið fram að torrent.is sé áhugamannafélag um skráardeilingu. Hvað varðar fyrirsögnina segir í svari orgunblaðsins að eðli slíkra leikja sé þannig ,,að með því að iðka þá oft æfast þeir sem leikinn stunda og ná meiri hæfni í viðfangsefni hans, í þessu tilfelli ,,að nauðga"." Ekki sé heldur verið að fela það í heiti leiksins ,,RapeLay".
Siðanefnd tekur undir það sjónarmið orgunblaðsins að fyrirliggjandi staðreyndir hafi verið nægar til að birta fréttina þótt ekki hafi tekist að ná í forsvarsmenn vefjarins.
Þá fær siðanefnd ekki séð að umfjöllun orgunblaðsins hafi verið með þeim hætti að reynt hafi verið að sverta orðspor Istorrents. Hvergi er sagt að forsvarsmenn vefjarins annist sjálfir dreifingu leiksins heldur einungis að hægt sé að nálgast leikinn í gegnum vefsvæðið. Að auki er tekið fram að vefsvæðið sé rekið af áhugamannafélagi um skráardeilingu. iðanefnd telur að að ósekju hefði mátt koma fram í greininni hvað felst í skráardeilingu en orgunblaðið reifaði það hins vegar ítarlega í grein um torrent-dreifingu sem birtist nokkrum dögum síðar eða laugardaginn 26. maí.
Siðanefnd telur ekki að fyrirsögn greinarinnar hafi gefið ranga eða ýkta mynd af tilgangi leiksins enda snýst leikurinn beinlínis um það að þegar leikmaðurinn hefur nauðgað þremur konum kemst hann á svokallað þjálfunarstig og getur þá haldið nauðgununum áfram á níu mismunandi vegu.
Morgunblaðið telst ekki hafa brotið gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands.
Kristinn Hallgrímsson; Brynhildur Ólafsdóttir; Jóhannes Tómasson; Salvör Nordal; Sigurveig Jónsdóttir