- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Siðavefur
- Lög og reglugerðir tengdar blaðamennsku
- Verðlaun
- Blaðamaðurinn
- Ritstjórnarlegt sjálfstæði
- Aðgengi að hættusvæðum
- Viðburðir
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Kærendur: Gestur Þorgeirsson og Sólveig Jónsdóttir f.h. sonar síns Jóns Gunnlaugs Gestssonar.
Kærði: Stöð 2
Kæruefni: S
Mál þetta var kært með bréfi 15. júní 2005. 12. júlí var óskað eftir frekari upplýsingum frá kærendum og bárust þær 2. ágúst. Sjónarmið töðvar 2 bárust 9. ágúst. iðanefnd fjallaði um málið á þremur fundum 15. og 18. ágúst og 14. september.
Í kærunni kemur fram að Jón Gunnlaugur sé í hópi 15-20 ungra manna úr Fossvogs- og Bústaðahverfinu sem hafa þekkst frá því í grunnskóla. Hópurinn gangi undir nafninu Fazmo og haldi úti heima / bloggsíðu þar sem m.a. má finna myndir af félögum hópsins við mismunandi tækifæri. Þann 19. apríl s.l. var frétt á Stöð 2 þar sem greint var frá átökum sem urðu fyrir utan skemmtistað á Hverfisgötu. Einn þeirra sem lenti í átökunum fjallaði um þau á bloggsíðu Fazmo og birti Stöð 2 mynd af síðunni með frétt sinni af átökunum. Á umræddri vefsíðu má sjá mynd af nokkrum félögum hópsins þar á meðal af Jóni Gunnlaugi. Í kærunni segir að Jón Gunnlaugur hafi ekki verið nálægur þegar fyrrgreind átök áttu sér stað og hann sé því að ósekju bendlaður við slagsmálin. Telja kærendur að með þessu hafi mátt álykta að hann væri höfuðpaur í ofbeldisklíku. Þetta hafi valdið honum margvíslegum óþægindum og verið meiðandi. Kærendur leituðu strax til Stöðvar 2, kvörtuðu yfir myndbirtingunni og óskuðu eftir því að ef til frekari umfjöllunar kæmi yrði sagt að þeir sem voru á fyrrgreindri mynd tengdust ekki málinu. Fréttin hafi þrátt fyrir þetta verið áfram óbreytt á visir.is.
Í svari Þórs Jónsson f.h. fréttastofu Stöðvar 2 kemur fram að myndbirtingin hafi verið óheppileg, beðist hafi verið afsökunar á henni og því heitið að myndin yrði ekki notuð. Hann segist hafa rætt við Jón Gunnlaug og foreldra hans um fréttina. Í samtali við Jón Gunnlaug hafi komið fram að hann teldi það gera illt verra að vekja frekari athygli á honum í sambandi við málið. Gerði hann því ekki kröfu um sérstaka leiðréttingu. Faðir hans hafi hafi verið á sama máli, en móðir hans vildi hins vegar að ef töð 2 ætlaði að fjalla meira um málið yrði tekið fram að sá sem greindist á myndinni með hinni umdeildu frétt ætti ekki aðild að átökunum. Þór segir að Stöð 2 hafi heiðrað samkomulagið og ekki hafi verið fjallað frekar um málið. Um birtingu fréttarinnar á visir.is vísar Þór á ritstjórn þeirrar síðu.
Myndskeið þar sem sýnir Jón Gunnlaug er mjög stutt, varla lengra en 2 sekúndur. yndin er tekin af heimasíðu Fazmo-hópsins þar sem finna má frásögn eins úr hópnum um umrædd slagsmál. Þessi heimasíða er opinber og getur kærandi átt von á því að þeir sem skoði síðuna tengi saman texta og myndir. Siðanefnd er sammála því mati Þórs Jónssonar að myndbirtingin hafi verið óheppileg þar sem hún tengdist ekki þeim átökum sem til umræðu voru. Þór segir að beðist hafi verið afsökunar á myndbirtingunni og því heitið að hún yrði ekki notuð aftur. Siðanefnd telur það nægja.
Kærendur kvarta einnig yfir að fréttina hafi verið að finna á visir.is um nokkurt skeið eftir umrædda birtingu á töð 2. em kunnugt er birtast fréttatímar töðvar 2 sjálfkrafa á visir.is. Siðanefnd bendir á að þegar svo háttar til verði sá sem ber ábyrgð á frétt að sjá til þess að leiðrétting sé einnig gerð á þeim vettvangi. Það voru mistök hjá fréttastofu töðvar 2 að fylgja málinu ekki eftir á visir.is.
Fréttastofa Stöðvar 2 telst ekki hafa brotið siðareglur Blaðamannafélags Íslands.
Reykjavík, 14. september 2005
Kristinn Hallgrímsson; Jóhannes Tómasson; alvör Nordal; Sigurveig Jónsdóttir; Stefán Eggertsson