- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Siðavefur
- Lög og reglugerðir tengdar blaðamennsku
- Verðlaun
- Blaðamaðurinn
- Ritstjórnarlegt sjálfstæði
- Aðgengi að hættusvæðum
- Viðburðir
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Kærandi: Guðmundur Kristjánsson hrl. f.h. kærenda sem óska nafnleyndar.
Kærðir: Íslenska útvarpsfélagið hf. og Heimir Jónasson dagskrárgerðarmaður sem og stjórnendur þáttarins „Ísland í bítið" á Stöð 2.
Kæruefni: Kærð er upptaka og birting dagskrárefnis í þættinum Ísland í bítið á töð 2, þriðjudaginn 1. apríl 2003, um starfsemi erótískrar nuddkonu og miðvikudaginn 2. apríl um starfsemi vændiskonu. Málin voru kærð með bréfum dags. 5. maí 2003 og 26. maí 2003. álin voru tekin fyrir á fundum nefndarinnar 12. og 19. maí 2003, 10. og 16. júní, 7. júlí, 1.,15. og 22. september 2003. Svör bárust frá Sigurði G. Guðjónssyni, forstjóra Norðurljósa hf. dags. 12. maí og 18. júní 2003, auk tölvupósts frá lögmanni kæranda dags. 12. júní og bréfi dags. 25. júlí 2003.
Þar sem málin eru hliðstæð um flesta hluti ákvað siðanefnd að fjalla um þau sameiginlega.
Kærurnar varða upptökur sem sýndar voru í Ísland í bítið og sendar voru út 1. og 2. apríl 2003. Kærendur segja upptökurnar gerðar í algjöru leyfisleysi og án sinnar vitundar. Dagskrárgerðarmaðurinn hafi haft brögð í tafli til að koma athæfi sínu og verknaði í kring". ið kynningu væntanlegs dagskrárefnis mánudaginn 31. mars 2003 hafi kærendur áttað sig á hvað til stóð að senda út. Haft hafi verið samband við dagskrárgerðarmanninn Heimi Jónasson og þess farið á leit við hann að útsendingarnar færu ekki fram. Jafnframt var vegna síðara málsins haft samband við igurð G. Guðjónsson. Dagskrárefnið var engu að síður sent út og telja kærendur að þar með hafi leiðréttingu verið hafnað. Telja kærendur ofangreint sé brot á 3. gr. siðareglna Blaðamannafélags Íslands (BÍ).
Í bréfi sínu dags. 12. maí 2003 bendir forstjóri Noðurljósa fyrst á að félagið eigi ekki aðild að BÍ, og þannig skorti siðanefnd BÍ lögsögu yfir því. Jafnframt bendir hann á að Heimir Jónasson, yfirmaður íslenskrar dagskrár, sé ekki félagi í BÍ og þ.a.l. eigi siðanefndin ekki heldur lögsögu yfir honum. Hins vegar séu Jóhanna ilhjálmsdóttir og Þórhallur Guðmundsson, stjórnendur morgunþáttarins Ísland í bítið á töð 2, félagar í BÍ og þannig geti siðanefnd BÍ átt lögsögu yfir þeim varðandi störf þeirra sem blaða- eða fréttamenn. Þátturinn Ísland í bítið sé skemmti- og dægurmálaþáttur sem ekki heyri undir fréttastofu töðvar 2. Hvergi sé í kærunni vikið að þætti framangreindra félaga í BÍ við að sýna og/eða kynna efni, sem þeir hafi enga aðild átt að framleiðslu á. Telur forstjóri Norðurljósa kærunni „ekki aðeins beint að röngum aðilum heldur eru ekki færð nein rök fyrir lögsögu siðanefndar Blaðamannafélags Íslands í málinu".
Forstjóri Norðurljósa segir að telji siðanefndin sig hafa lögsögu í málinu, sé nauðsynlegt að lögmaður kærenda geri nánari grein fyrir „hvað í umfjöllun um umbjóðanda hans í Íslandi í bítið fór í bága við 3. gr. siðareglnanna."
Lögmaður kærenda vísar í kæru sinni til 229 gr. alm. hgl. sem leggi refsingu við því að skýra opinberlega frá einkamálefnum annars manns án þess að nægar ástæður séu fyrir hendi, er réttlæti verknaðinn, en þær hafi ekki verið fyrir hendi í tilviki kærenda. Þá vísar hann til 86. gr. laga um meðferð opinberra mála sem fjalli um heimildir í þágu rannsóknar máls, m.a. um upptöku á samtölum og kvikmyndun án þess að hlutaðeigandi viti af því. Þessar lagagreinar sýni þá ríku vernd sem borgarinn njóti varðandi einkalíf sitt og einkamálefni.
Í bréfi sínu dags. 18. júní vekur forstjóri Norðurljósa sérstaka athygli á að það sé Íslenska útvarpsfélagið hf., dótturfélag Noðurljósa hf. sem reki töð 2, og því sé kærunni beint að röngum aðila. Í annan stað hafi umfjöllunarefnið í þessu tilviki verið kynlífsiðnaðurinn á Íslandi. Til að koma í veg fyrir að kærendur þekktust hafi hljóð og mynd verið brengluð í útsendingu. Kærendum hafi þess vegna verið sýnd öll sú tillitssemi sem hægt hafi verið að sýna þeim og sé þetta nánast hið sama og nafnleynd í blaðaviðtali. Ekkert í umfjöllun um kynlífsiðnaðinn á Íslandi í þættinum Ísland í bitið hafi getað valdið saklausum sársauka eða vanvirðu. Og síðar: Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands á ekki og getur ekki bannað blaðamönnum eða þeim sem hún hefur lögsögu yfir að beita óhefðbundnum aðferðum við öflun upplýsinga. eð því væri blaðamönnum og öðru fjölmiðlafólki gert ómögulegt að stunda raunverulega rannsóknarblaðamennsku."
Afgreiðsla málanna tafðist hjá siðanefnd af ýmsum ástæðum. á þar nefna óvissu um málsaðild, sumarleyfi nefndarmanna og síðast en ekki síst þá staðreynd að tímafrekt reyndist að fá úr því skorið hvort útsending báða dagana hefði verið brengluð. Í gögnum kærenda var óbrengluð mynd af öðrum kæruaðila. Það var svo ekki fyrr en 15. september að rétt afrit af útsendingu barst siðanefnd þar sem í ljós kom með ótvíræðum hætti að báðar útsendingar voru brenglaðar.
Með vísan til bréfs lögmanns kæranda dags. 25. júlí 2003 var aðild málsins breytt, þannig að Íslenska útvarpsfélagið kemur sem aðili í stað Norðurljósa.
Í samræmi við lokamálsgrein 6. gr. siðareglna BÍ er engum vafa undirorpið að siðnefndin hefur lögsögu í kærumálinu og getur lagt á kæruefnið rökstutt álit.
Siðanefnd er sammála lögmanni kærenda um að að öðru jöfnu hefðu hin óhefðbundnu vinnubrögð við efnisöflun hjá kærendum getað falið í sér brot á siðareglum BÍ. Á hinn bóginn ber að líta til þess að um er að ræða starfsemi sem erfitt er að afla upplýsinga um en óhjákvæmilega kallar á umfjöllun fjölmiðla, starfsemi þar sem ólíklegt var að hefðbundin vinnubrögð fréttamanns hefðu skilað fullnægjandi árangri. Þess var gætt við útsendingu efnisins að kærendur þekktust ekki. Hljóð og mynd voru brengluð þannig að jafna má við nafnleynd kærenda. Því telur siðanefnd að kærðu hafi ekki í umrætt sinn, eins og sérstaklega stóð á, brotið 3. gr. siðareglna BÍ. Hin kærða umfjöllun var innan þeirra marka sem kærendur máttu búast við.
Hin kærða umfjöllun felur ekki í sér brot á 3. gr. siðareglna Blaðamannafélags Íslands.
Reykjavík, 22. september 2003.
Kristinn Hallgrímsson, Hjörtur Gíslason, Hreinn Pálsson, Sigurveig Jónsdóttir, Örn Valdimarsson