- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Siðavefur
- Lög og reglugerðir tengdar blaðamennsku
- Verðlaun
- Blaðamaðurinn
- Ritstjórnarlegt sjálfstæði
- Aðgengi að hættusvæðum
- Viðburðir
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Kærandi: Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri Íslenska sjónvarpsfélagsins hf.
Kærður: Þröstur Emilsson, vaktstjóri Fréttablaðsins.
Kæruefni: Kærð eru ummæli í rafpósti milli kærðs og kæranda í kjölfar viðtals við kæranda á Morgunvakt Ríkisútvarpsins 13. maí 2004.
Álit nefndarinnar: Samskipti kærðs og kæranda, sem kærandi hefur forgöngu um, fara fram með gagnkvæmum skiptum á rafpósti, sem jafna má við einkasamtal á milli aðila. Formleg birting efnisins í skilningi 6. gr. siðareglna Blaðamannafélags Íslands fer ekki fram. Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands tekur, að öðru jöfnu, ekki afstöðu til annarra álitaefna en þeirra sem sætt hafa formlegri birtingu í fjölmiðli. Almennt eru tjáningarfrelsi blaðamanna ekki frekari takmörk sett en öðrum þjóðfélagsþegnum. Siðanefnd getur ekki litið á upphaflegan rafpóst kærðs til kæranda sem hluta af ritstjórnarlegum störfum hans, sem falli undir siðareglur Blaðamannafélags Íslands.
Úrskurður: Máli þessu er vísað frá Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands.
Reykjavík, 21. júní 2004.
Kristinn Hallgrímsson, Hreinn Pálsson, Hjörtur Gíslason, Sigurveig Jónsdóttir, Stefán P. Eggertssson