- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Siðavefur
- Lög og reglugerðir tengdar blaðamennsku
- Verðlaun
- Blaðamaðurinn
- Ritstjórnarlegt sjálfstæði
- Aðgengi að hættusvæðum
- Viðburðir
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Kærandi: Halldór Guðmundsson, útgefandi hjá Eddu útgáfu hf.
Kærði: Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Fréttablaðsins
Kæruefni: Frétt í smádálki í Fréttablaðinu 10. janúar um að uppgang í Eddu forlagi um síðustu jól megi m.a. rekja til skipta í forystu félagsins „þegar Halldór Guðmundsson var látinn víkja fyrir Páli Braga Kristjónssyni sem forstjóri." Segir að unnið sé að því að finna Halldóri framtíðarstarf innan félagsins, m.a. að rætt sé um frekara þróunarstarf fyrir orðabókadeild forlagsins sem þyki eiga mikla möguleika. Málið var tekið fyrir á fundum siðanefndar 17.og 24.febrúar og 3. og 10. mars 2003. Nefndinni barst athugasemd frá Fréttablaðinu og ritstjóri blaðsins, Gunnar Smári Egilsson, kom á fund nefndarinnar.
Með bréfi til siðanefndar 23. janúar ber Halldór fram ofangreinda kæru á hendur ritstjóra Fréttablaðsins. „Við þessa klausu er margt að athuga, enda ljóst hverjum lesanda að hún er bæði persónuleg og rætin. Hún er sett saman úr staðreyndum og uppspuna, sem ekki virðist eiga annað markmið en að vega að starfsheiðri mínum," segir Halldór m.a. í bréfi sínu.
Segir hann það margoft hafa komið fram í fjölmiðlum að rekstur Eddu hafi gengið erfiðlega árið 2001 og að Björgólfur Guðmundsson hafi keypt tvo þriðju hluta í félaginu vorið 2002. Jafnframt sé það rétt að síðasta jólavertíð hafi gengið vel hjá félaginu. „Það hefur einnig komið fram að stjórn Eddu samþykkti nýtt skipurit fyrir félagið þann 12. nóvember síðastliðinn; tveir æðstu ábyrgðarmenn félagsins höfðu þá frá því um vorið verið Páll Bragi Kristjónsson, sem var starfandi stjórnarformaður, og undirritaður, sem var forstjóri. Í stað þess var ákveðið að hjá félaginu væru tveir jafnsettir stjórnendur, sem báður heyra beint undir stjórn þess, Páll Bragi sem framkvæmdastjóri og Halldór Guðmundsson sem útgefandi og yfirmaður allra forlaga Eddu," segir einnig í bréfi Halldórs. egir hann enga breytingu hafa orðið á stöðu sinni hjá félaginu og að Fréttablaðinu sé vel kunnugt um stöðu hans og hafi átt við sig viðtal í krafti hennar um miðjan desember.
Fyrir hönd stjórnar Eddu sendi Páll Bragi leiðréttingu til blaðsins í formi stuttrar yfirlýsingar um hlutverk Halldórs hjá Eddu og segir Halldór hana ekki hafa verið birta „heldur örstutt og brengluð endursögn hennar þar sem m.a. er farið rangt með heiti félagsins og starfsheiti undirritaðs," segir einnig. Í lokin segir Halldór að hann hafi mátt lesa í fjölmiðlum margs konar frásagnir um starf sitt og persónu, hann hafi fyrir löngu tamið sér að vera ekki hörundsár í þeim efnum en að þessu sinni hafi sér verið nóg boðið.
Gunnar Smári Egilsson sendi siðanefnd greinargerð vegna kærunnar. Þar vekur ritstjórinn athygli á því að Fréttablaðið hafi bæði leiðrétt og beðist velvirðingar á kærðu greinarkorni. Það hafi verið gert daginn eftir og blaðið því brugðist við mistökum sínum skjótt og vel. Mótmælir hann einnig orðum Halldórs í kærunni að „blaðamenn Fréttablaðsins skrifi „vísvitandi" ósannindi um fólk."
Siðanefnd hefur áður fjallað um mál vegna skrifa í ýmsum smádálkum í blöðum. Smádálkar þessir eru oft að nokkru byggðir á sögusögnum en ekki faglegum vinnubrögðum blaðamennsku. arla má ætlast til að efni þeirra sé alltaf tekið of bókstaflega, en engu að síður verður að gera þær kröfur til þeirra að farið sé að siðareglum Blaðamannafélags Íslands.
Ljóst er að ekki hefur að öllu leyti verið farið með rétt mál í kærðri klausu. Hins vegar var leiðréttingu komið á framfæri við blaðið, það viðurkenndi mistök sín, efnisatriði úr henni voru birt til leiðréttingar og beðist afsökunar. álinu hefði þó verið meiri sómi sýndur með því að birta hana orðrétta enda ekki svo löng. Auk þess eru í leiðréttingu Fréttablaðsins tvær villur, sem auðvelt hefði verið að komast hjá. Þrátt fyrir þetta þykir blaðið ekki hafa brotið siðareglur.
Greinarkorn Fréttablaðsins 10. janúar 2003 um málefni Eddu útgáfu hf. telst ekki vera brot á siðareglum Blaðamannafélags Íslands.
Reykjavík, 10. mars 2003
Hjörtur Gíslason, Ásgeir Þór Árnason, Hreinn Pálsson, Sigurveig Jónsdóttir, Jóhannes Tómasson