- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Siðavefur
- Lög og reglugerðir tengdar blaðamennsku
- Verðlaun
- Blaðamaðurinn
- Ritstjórnarlegt sjálfstæði
- Aðgengi að hættusvæðum
- Viðburðir
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Kærandi: María Ellingsen, Vesturgötu 37, Reykjavík
Kærðu: Sólveig K. Bergmann ritstjórnarfulltrúi Mannlífs og Gerður Kristný Guðjónsdóttir ritstjóri Mannlífs
Kæruefni: Forsíðuviðtal við Maríu Ellingsen sem birtist í 2. tbl. Mannlífs 2002.
Sólveig K. Bergmann óskaði eftir því að fá að taka forsíðuviðtal við aríu Ellingsen og mann hennar, Þorstein J. Vilhjálmsson. Því var hafnað en í kæru sinni segist aría hafa samþykkt að fara í forsíðuviðtal og ræða eingöngu um sjónvarpsþáttinn Femin á Stöð 2. Sólveig hafi samþykkt það. María segist síðan hafa ítrekað það áður en viðtalið var tekið að hún væri ekki tilbúin til að ræða líf sitt eða ævi að öðru leyti.
Samkomulag var um að aría fengi að lesa viðtalið yfir fyrir birtingu og gera athugasemdir við það. Eftir að Sólveig hafði skrifað viðtalið sendi hún Maríu það samkvæmt þessu samkomulagi. María gerði talsverðar breytingar á viðtalinu og stakk upp á nýrri fyrirsögn.
Í bréfi ritstjóra annlífs, Gerðar Kristnýjar Guðjónsdóttur, til siðanefndar segir hún að aría hafi tekið flest það úr viðtalinu sem hafi gefið því gildi. Af virðingu við lesendur blaðsins hafi hún því skrifað sjálf kafla inn í viðtalið þar sem fortíð Maríu var rifjuð upp og hafi þær upplýsingar verið fengnar úr greinum sem áður hefðu birst í fjölmiðlum, m.a. grein sem María skrifaði í Mannlíf árið 1992.
Sólveig taldi að eftir breytingar Maríu á viðtalinu væri hún ekki lengur höfundur þess og lét ekki birta nafn sitt með því.
Í kærunni segir m.a.:
Nú hefur fyrirsögn blaðsins, sem bæði er klisjuleg og vond, eða það ítarefni sem ritstjóri Mannlífs kaus að setja inn í viðtalið ekki valdið mér eða fjölskyldu minni sérstakri vanvirðu. Það er ekki aðalatriði málsins. Þessi viðauki er settur inn í viðtalið sem hluti af því, eins og það hafi verið hluti samtals blaðamanns og mín, sem alls ekki var.
Kærandi og kærði eru ekki á einu máli um það hvernig viðtalið hafi farið fram. María segir í bréfi sínu að ólveig hafi strax byrjað að spyrja sig um einkahagi sína og hafi hún því oftlega þurft að stoppa viðtalið til að halda því við umsamið umræðuefni. Sólveig sagði hins vegar á fundi með siðanefnd að fyrir viðtalið hafi þær ákveðið að hittast og finna sér farveg. Þær hafi rætt málin vítt og breitt og aría hefði aðeins einu sinni stoppað viðtalið. Hún kveðst ekki hafa lofað neinu fyrirfram öðru en því að María fengi að lesa viðtalið yfir fyrir birtingu.
Siðanefnd hefur skoðað fyrstu útgáfu viðtalsins, breytingar Maríu og viðtalið sjálft eins og það birtist í Mannlífi. Ljóst er að breytingar Maríu fengu að halda sér í endanlegri gerð þess. Það eina sem bættist við var fyrrnefndur kafli Gerðar Kristnýjar þar sem ferill Maríu er rifjaður upp, færeyskur uppruni hennar og gifting. María tekur fram að þar hafi ekki verið neitt sem valdið hafi sársauka eða vanvirðu. Sum atriðin koma einnig fram í viðtalinu sjálfu. Fyrirsögn viðtalsins er í samræmi við óskir Maríu.
Skiptar skoðanir eru á því hjá aðilum málsins hvers konar samkomulag hafi náðst fyrir viðtalið, nema hvað varðar yfirlestur Maríu. Hún virðist þó ekki hafa haldið stíft við þau skilyrði sín að ekki yrði rætt um neitt annað en sjónvarpsþáttinn. Það sést bæði á grein Sólveigar og endurskoðaðri útgáfu Maríu.
Siðanefnd telur ekki óeðlilegt að endanlegt ritstjórnarvald sé hjá fjölmiðlinum sjálfum, ekki síst hvað varðar uppsetningu og fyrirsagnir. Þá virðist nefndinni saklaust að bæta inn í kafla sem ekki er bein tilvitnun í viðmælandann, einkum þegar um er að ræða efni sem ekki er hægt að sjá að kasti að nokkru leyti rýrð á viðmælandann og skjalfestar heimildir eru þar að auki fyrir. Þá virðist nokkuð ljóst að innskotið sé komið frá tímaritinu og sé ekki hluti af því sem fór á milli blaðamanns og viðmælanda í viðtalinu. Það hefði ef til vill verið kurteisi að segja Maríu frá viðaukanum fyrirfram og hugsanlega aðgreina hann frá öðrum texta með því að setja hann í sérstakan ramma. Hins vegar verður ekki séð að siðareglur blaðamanna hafi verið brotnar, þótt þetta hafi ekki verið gert.
Kærðu teljast ekki hafa brotið siðareglur Blaðamannafélags Íslands.
Reykjavík, 22. apríl 2002
Þorsteinn Gylfason, Sigurveig Jónsdóttir, Hjörtur Gíslason, Hreinn Pálsson, Stefán P. Eggertsson