- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Siðavefur
- Lög og reglugerðir tengdar blaðamennsku
- Verðlaun
- Blaðamaðurinn
- Ritstjórnarlegt sjálfstæði
- Aðgengi að hættusvæðum
- Viðburðir
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Kærandi: Tanja Þorsteinsson, læknir.
Kærði: Eiríkur Jónsson, blaðamaður á Fréttablaðinu.
Kæruefni: Frétt Eiríks Jónssonar: Konur á kafi í sorptunnum í Fréttablaðinu 3. september 2002.
Tanja Þorsteinsson skrifaði siðanefnd bréf dagsett 4.9. 2002. Bréfið var einnig sent ritstjóra Fréttablaðsins og beðið um birtingu á því. ið þeirri ósk var ekki orðið en kærandi fékk svar frá Eiríki Jónssyni. Hinn 15. september sendi Tanja Þorsteinsson siðanefnd formlega kæru. Nefndin tók málið fyrir á fundum sínum 7., 14. og 21. október. Nefndin bauð Eiríki að senda sér greinargerð vegna kærunnar eða koma á fund nefndarinnar. Hann afþakkaði það og taldi að tölvupóstur hans til kæranda nægði sem málsvörn af sinni hálfu.
Hinn þriðja september birtist frétt í Fréttablaðinu undir fyrirsögninni Konur á kafi í sorptunnum. Í fréttinni var sagt frá því að flokkur kvenna af asískum uppruna hafi að undanförnu farið vítt og breitt um íbúðahverfi í miðborginni og leitað grannt í öskutunnum að flöskum og dósum, sem bera skilagjald. Í fréttinni er tekið fram að þær stundi þessa iðju eldsnemma morguns er íbúar séu flestir sofandi. Tekið er fram að þær séu sérstaklega búnar til þessa starfa. Fréttinni fylgir mynd af konu, sem er að leita í sorptunnu.
Í fréttinni er jafnframt rætt við igríði Ólafsdóttur, rekstrarstjóra sorphirðunnar í Reykjavík, sem kannast við málið og segir þessa starfsemi ekki æskilega. Í fréttinni er ennfremur sagt að engar kærur eða kvartanir hafi borist vegna þessa.
Í kæru sinni segir Tanja Þorsteinsson meðal annars svo: „Í heild sinni er greinin mjög óviðkunnanleg, uppfull af hroka, kynþáttafordómum og er niðurlægjandi fyrir hóp fólks sem e.t.v. á um sárt að binda. Ég tel og ætlast til þess að hún verði skoðuð af siðanefnd blaðamanna og niðurstöður þeirrar skoðunar verði birtar í blaðinu."
Eiríkur Jónsson segir í tölvupósti til kæranda, sem jafnframt er málsvörn hans fyrir siðanefnd, að frétt hans hafi þjónað þeim eina tilgangi að varpa ljósi á þann veruleika sem við búum við. Í sjálfu sér sé það ekkert nýtt að fólk leiti í sorptunnum, en útbúnaðurinn sem þessar konur noti heyri þó til tíðinda. íðan segir hann svo: „Þó hygg ég að orðanotkunin „af asísku bergi brotnar" (svo) fari mest fyrir brjóstið á þér. Segjum svo að kagfirðingafélagið í Reykjavík stæði fyrir söfnun úr sorptunnum af þessu tagi. ætti þá ekki geta þess að þar væru kagfirðingar á ferð? Viðkvæmni og yfirdrifin tillitssemi við nýbúa er engum til góðs og þá sérstaklega ekki þeim sjálfum. Enda óska þeir ekki eftir slíku."
Siðanefnd ákvað að taka kæruna til umfjöllunar, þrátt fyrir að kærandi eigi ekki beina aðild að málinu. Um er að ræða ákveðinn þjóðfélagshóp sem á erfitt með að bera hönd fyrir höfuð sér, auk þess sem umræða um hugsanlega kynþáttafordóma snertir almanna hagsmuni. iðanefnd telur að fréttin varði við 3. grein siðareglna sem hljóðar svo: „Blaðamaður vandar upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur er og sýnir fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Hann forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu."
Siðanefnd telur að orðin „af asískum uppruna" í frétt Eiríks Jónssonar séu til þess fallin að ala á kynþáttafordómum. Nefndin telur að kærði hafi ekki sýnt fyllstu tillitssemi og valdið fólki af asískum uppruna óþarfa sársauka, þegar fréttin er lesin í heild. Í fréttinni er ekki verið að fjalla um málefni nýbúa á þann hátt að nauðsynlegt hafi verið að geta kynþáttar kvennanna. Um er að ræða frásögn af fólki í vanda, vafalítið litlu broti þeirra kvenna af asískum uppruna sem hér búa. Fréttin hefði fyllilega staðið undir sér þó sleppt hefði verið orðunum „af asískum uppruna".
Siðanefnd telur vörn kærða ekki standast. Ekkert mælir gegn því að fjalla um nýbúa eða aðra hópa innan þjóðfélagsins í fjölmiðlum, en við slíka umföllun þarf að fara að siðareglum.
Kærði, Eiríkur Jónsson, telst hafa brotið siðareglur BÍ. Brotið er ámælisvert.
Reykjavík
Þorsteinn Gylfason, Hjörtur Gíslason, Ásgeir Þ. Árnason, Sigurveig Jónsdóttir, Hreinn Pálsson