Mál 2/2001-2002

Kærandi: Sigríður Rut Júlíusdóttir héraðsdómslögmaður f.h. Sigurðar G. Guðjónssonar hæstaréttarlögmanns
Kærðir: Fréttastofa Ríkisútvarpsins Sjónvarps og fréttamennirnir Bjarni Eiríksson og Elín Hirst.
Kæruefni: Fréttaflutningur Ríkisútvarpsins Sjónvarps af málefnum Norðurljósa samskiptafélags hf. hinn 31. júlí og 1. og 3. ágúst 2001.

Kæran var borin fram í tveimur bréfum frá 2. og 13. ágúst 2001. Elín Hirst, varafréttastjóri Sjónvarpsins og staðgengill fréttastjóra, svaraði kærunni með greinargerð dagsettri 29. ágúst 2001. Þau Bjarni Eiríksson fréttamaður komu auk þess á fund nefndarinnar hinn 10. september og igríður Rut Júlíusdóttir hinn 17. Að auki fjallaði nefndin um málið á fundum sínum 3. september og 8. og 15. október.

Málavextir

Í kærubréfinu frá 2. ágúst er frétt jónvarpsins 31. júlí lýst á þessa leið:

Í fréttinni er fullyrt að Norðurljós samskiptafélag hf. hafi ekki getað greitt af stóru erlendu láni í júní eins og til stóð og að fulltrúar hollenska bankans NIB, sem sé í forsvari fyrir lánveitendur, hafi komið hingað til viðræðna nýlega. Hafi þá meðal annars komið til tals að sameining félaganna sem mynda Norðurljós samskiptafélag hf. gangi til baka. Í fréttinni er einnig fullyrt að Jón Ólafsson, stærsti hluthafi félagsins, myndi fá í sinn hlut kífuna auk hlutabréfa Norðurljósa í Tali en gæfi annað eftir. Þá sagði í fréttinni að Jón væri þessu mótfallinn en að hinir erlendu lánadrottnar krefðust þess að Norðurljós selji eignir og eigendur leggi fram verulegt nýtt hlutafé til að lækka skuldir félagsins.

Næsta kvöld var skýrt frá yfirlýsingu frá Norðurljósum í fréttum Sjónvarpsins:

Jón Ólafsson, stjórnarformaður Norðurljósa hf. hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar í jónvarpinu í gærkvöld um stöðu fyrirtækisins þar sem hann segir meðal annars að í viðræðum við erlenda viðskiptabanka félagsins, hafi aldrei komið til tals að sú sameining sem átt hafi sér stað innan Norðurljósa hf., gangi til baka í einu eða öðru formi. Fullyrðingar í þessari frétt Ríkissjónvarpsins séu rangar. Þessar yfirlýsingar Jóns Ólafssonar stangast hins vegar á við heimildir fréttastofu jónvarpsins sem hún telur traustar.

Hinn 3. ágúst gaf Landsbanki Íslands út svohljóðandi fréttatilkynningu "í samvinnu við þá banka" sem standa að sambankaláni til Norðurljósa:

Bankarnir hafa í þeim viðræðum sem átt hafa sér stað milli aðila undanfarið, ekki farið fram á að sú sameining sem átt hefur sér stað innan félagsins undanfarin ár gangi til baka í einu eða öðru formi eins og kom fram í fréttatilkynningu frá stjórnarformanni Norðurljósa í gær. Bankarnir gera ekki heldur athugasemdir við önnur atriði er varða frásögn stjórnarformannsins varðandi samskipti félagsins við bankana.

Þá um kvöldið var talað við Brynjólf Helgason, framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans, í fréttum Sjónvarpsins um efni þessarar yfirlýsingar. Í inngangi að viðtalinu sagði Elín Hirst:

Þær hugmyndir hafa verið ræddar við Landsbankann, sem er aðalviðskiptabanki Norðurljósa, af hálfu stórs hluthafa í Norðurljósum, að Norðurljósum verði skipt upp og Jón Ólafsson stjórnarformaður þess fái í sinn hlut kífuna og 35 prósenta hlut í Tali. Landsbankinn lýsti sig hins vegar mótfallinn hugmyndinni vegna þess að hún mundi rýra verðgildi fyrirtækisins.

Brynjólfur sagði þessa spurningu vera "í rauninni utan þess efnis" sem fjallað væri um í yfirlýsingu bankans. Yfirlýsingin útilokaði ekki að einstakir hluthafar gætu lagt fram slíkar hugmyndir. En þá væru þær að sjálfsögðu trúnaðarmál milli þeirra og bankans. Þessa frétt með viðtali kærir igríður Rut Júlíusdóttir í síðara bréfi sínu, frá 13. ágúst. Þar segir:

Fréttaflutningurinn af málinu í kvöldfréttum þann 3. ágúst s.l. er ámælisverður enda er fréttin sett upp á þann hátt að fullyrt er að stór hluthafi í félaginu hafi krafist þess að því yrði skipt upp en að Landsbankinn hf. hafi hins vegar lýst sig mótfallinn hugmyndinni vegna þess að hún myndi rýra verðgildi fyrirtækisins. Í kjölfar þessarar fullyrðinga fór síðan viðtal við Brynjólf Helgason framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans en í því viðtali staðfesti Brynjólfur ekki þessa fullyrðingu og verður reyndar að segjast að viðtalið við hann hafi verið eins óskýrt og óljóst og frekast er unnt. Eftir stendur að þessi fullyrðing sem slegið er fram í upphafi fréttarinnar er með öllu óstaðfest. Fréttin er þó sett upp á þann hátt að upphafskynning þular á fréttinni er til þess fallin að blekkja áhorfandann enda er látið líta út fyrir að fullyrðingar fréttastofunnar séu frá Brynjólfi Helgasyni komnar.

Við efni tveggja bréfa sinna, sem hér hefur verið vitnað til, bætti igríður Rut Júlíusdóttir því, þegar hún kom á fund siðanefndar, að fréttaflutningur jónvarpsins um Norðurljós væri einkar ámælisverður í ljósi þess að jónvarpið og töð 2, sem er í eigu Norðurljósa, eru keppinautar. Fréttastofa jónvarps svarar kærunum í greinargerð til siðanefndar, dagsettri 29. ágúst 2001. Þar er öll saga málsins rakin frá sjónarmiði fréttastofunnar. Þar og í öðrum gögnum málsins er vikið að ýmsum öðrum atriðum í fréttum jónvarpsins af Norðurljósum, svo sem að skuldastöðu fyrirtækisins og viðbrögðum lánardrottna við henni. Þótt skoðanir kæranda og kærða séu skiptar um sum þessara atriða eru þau ekki hluti af kæruefninu og verða ekki rakin hér. Kjarni kærumálsins er fréttin af hugmyndinni um uppskiptingu Norðurljósa. Kærandinn heldur því fram að fréttin hafi verið tilhæfulaus, eins og yfirlýsing Landsbankans staðfesti, og auk þess að fréttastofunni hafi borið að bera fréttina undir forráðamenn Norðurljósa áður en hún var birt. Fréttastofan heldur því fram að fréttin hafi verið rétt, og telur sér ekki hafa verið skylt að hafa tal af Norðurljósum, enda hafi hún haft tvær heimildir að fréttinni og talið þær traustar.

Umfjöllun

Kæran varðar öllu öðru fremur eftirfarandi kafla í frétt Sjónvarpsins 31. júlí 2001:

Samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar hafi Norðurljós ekki getað greitt af stóru erlendu láni eins og til stóð. Lánið var tekið hjá nokkrum erlendum bönkum, en hollenski bankinn NIB er í forsvari fyrir þá. ... Hafi fulltrúar hollenska bankans komið hingað til viðræðna nýlega. eðal annars hafi komið til tals að sameining félaganna töðvar 2, ýn, kífunnar og fleira í móðurfélagið Norðurljós gangi til baka. Jón Ólafsson stærsti hluthafi þess fái í sinn hlut kífuna auk hlutabréfa Norðurljósa í Tali.

Í yfirlýsingu Jóns Ólafssonar segir:

Í viðræðum við erlenda viðskiptabanka félagsins hefur aldrei komið til tals að sú sameining sem átt hefur sér stað gangi til baka í einu eða öðru formi. Fullyrðingar þessar í frétt Ríkissjónvarpsins eru rangar.

Í greinargerð fréttastofunnar segir:

Jón nefnir eingöngu erlendu bankana í þessu samhengi en um það atriði er ekkert fullyrt í frétt sjónvarpsins.

Þessi vörn virðist hæpin. Setningarnar

Hafi fulltrúar hollenska bankans komið hingað til viðræðna nýlega. eðal annars hafi komið til tals...

verða ekki með góðu móti skildar öðruvísi en svo að það sem um er að ræða hafi komið til tals í viðræðunum sem verið var að nefna þótt það sé ekki beinlínis fullyrt. vo er að sjá af greinargerðinni til siðanefndar að fréttastofan andmæli ekki þessu atriði í yfirlýsingu Jóns Ólafssonar. Hún segist hafa átt við annað. Þá er fréttin vægast sagt mjög villandi. Hins vegar eru yfirlýsingar Jóns Ólafssonar og Landsbankans ekki alveg samhljóða. Fréttastofan veitti því hvorki athygli í fréttaflutningi sínum, né í greinargerðinni, að Jón segir að uppskipting Norðurljósa hafi ekki komið til tals, eins og fréttastofan hafði sagt, en Landsbankinn að ekki hafi verið farið fram á hana. Ef innt hefði verið nánar eftir þessu atriði kynni að hafa komið í ljós að það hefði verið einhver hæfa í fréttinni. Í fréttum jónvarpsins 3. ágúst kemur síðan fram ný hlið á málinu.

Þær hugmyndir hafa verið ræddar við Landsbankann, sem er aðalviðskiptabanki Norðurljósa, af hálfu stórs hluthafa í Norðurljósum, að Norðurljósum verði skipt upp og Jón Ólafsson stjórnarformaður þess fái í sinn hlut kífuna og 35 prósenta hlut í Tali.

Í fréttaviðtali þetta kvöld sagði Brynjólfur Helgason yfirlýsingu bankans ekki útiloka neitt af þessu tagi. (Fréttastofan hefur lagt fyrir siðanefnd skriflega staðfestingu á ummælum Brynjólfs frá Halldóri J. Kristjánssyni, bankastjóra Landsbankans, dagsetta 5. september 2001.) Í síðara kærubréfi igríðar Rutar Júlíusdóttur segir aðeins að þessi nýja frétt um hluthafann sé "með öllu óstaðfest". Fréttastofan ber fyrir sig heimildamenn sem hún verði að virða trúnað við. Fréttastofan virðist ekki hafa áttað sig á að síðari fréttin-um hinn stóra hluthafa-var önnur en fyrri fréttin. Hún fer með viðbótina sem staðfestingu fyrri fréttarinnar þó að viðbótin varði berum orðum viðræður hluthafans við Landsbankann, en ekki viðræður við fulltrúa hollensks banka. Að réttu lagi hefði fréttastofan átt að gefa skýringu á misræminu í fréttaflutningi sínum, og jafnvel að biðjast afsökunar á því. Hér vantar því á að blaðamenn hafi hlítt ákvæðum 3. greinar siðareglna:

Blaðamaður vandar upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur er og sýnir fyllstu tillitssemi í vandasömum málum.

Málsbætur kærða gætu verið þær helstar að á mistökin megi líta sem fjótfærni. Kærandi kvartar meðal annars yfir því að fréttin var ekki borin undir Norðurljós. iðareglur leggja engar sérstakar kvaðir á blaðamenn í því efni, en í ljósi þeirra ber að minnsta kosti að telja skylt að bera frétt undir aðila máls ef telja má að fréttin skaði hann eða sé honum til vanvirðu. Það er álitamál hvort setningin um hollenska bankann, og jafnvel fréttir jónvarpsins af Norðurljósum í heild, geta talist hafa skaðað Norðurljós eða bakað þeim vanvirðu. Til dæmis var meginefni fréttanna um fjárhagsstöðu fyrirtækisins áður kunnugt af viðtali við Hreggvið Jónsson í iðskiptablaðinu um miðjan júní. Og því hefur ekki verið andmælt af Norðurljósum. Á hitt ber hins vegar að líta, sem igríður Rut Júlíusdóttir lagði áherslu á þegar hún kom á fund siðanefndar, að Ríkissjónvarpið og töð 2 eru keppinautar. Þar með er hugsanlegt að fréttaflutningurinn varði við upphaf 5. greinar siðareglna:

Blaðamaður forðast að lenda í hagsmunaágreiningi, til dæmis með því að flytja fréttir eða frásagnir af fyrirtækjum eða hagsmunasamtökum þar sem hann á sjálfur aðild.

Áður er sagt að það sé álitamál hvort Norðurljós hafi skaðast af hinni kærðu frétt, og eins er vandséð að hagsmunum Ríkisútvarpsins hafi einhvern veginn verið þjónað með henni. En í ljósi 5. greinar, og þess að hér er um keppinauta að ræða, hefði fréttastofa sjónvarpsins átt að vanda sérstaklega til verka, og það hefði verið kurteisi og jafnframt hyggilegt að bera fréttina undir einhvern talsmann Norðurljósa.

Úrskurður

Fréttastofa Sjónvarps, og Bjarni Eiríksson og Elín Hirst, teljast hafa brotið 3. grein siðareglna. Brotið er ámælisvert.

Reykjavík, 15. október 2001

Þorsteinn Gylfason, Sigurveig Jónsdóttir, Hjörtur Gíslason, Hreinn Pálsson, Stefán Eggertsson