- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Kærandi: Þór Jónsson, fréttamaður á Stöð 2
Kærði: Ásgeir Friðgeirsson, ritstjóri ísis (forstöðumaður nýmiðlunar Frjálsrar fjölmiðlunar)
Kæruefni: Frétt í Vísi 8. ágúst um hótunarbréf til forsætisráðherra og forseta Íslands. Málið var kært með bréfi sem barst nefndinni 27. ágúst og var tekið fyrir á fundum nefndarinnar 14., 21. og 30. september.
Kærubréfinu fylgdi meðal annars bréf kæranda til ísis frá 11. ágúst. Nefndinni barst einnig afrit af bréfi kærða til kæranda frá 8. september og kærandi skrifaði nefndinni síðan aftur 9. september í tilefni svarsins. Kærði kom á fund nefndarinnar 14. september.
Í aðalfréttatíma Stöðvar 2 laugardaginn 8. ágúst var birt nær þriggja mínútna löng frétt um nafnlaust bréf, sent á Ísafirði, þar sem haft var í hótunum við tvo af æðstu mönnum þjóðarinnar. agt var frá því að lögreglan hefði þá í vikunni handtekið konu sem grunuð væri um að hafa sent bréfið. Rætt var við konuna sem sagðist saklaus og kvartaði undan vinnubrögðum lögreglu. Fram kom meðal annars að málið hefði verið sent ríkislögreglustjóra þar sem það snerti yfirmann lögreglunnar á staðnum. Aðrir fjölmiðlar höfðu þá ekki sagt fréttir af þessum atburðum svo siðanefnd sé kunnugt.
Í netmiðlinum ísi („visir.is") birtist sama kvöld frétt um málið, tímasett kl. 20.16, tólf línur með fyrirsögninni „Forseta og forsætisráðherra hótað lífláti". Þar eru rakin meginatriði málsins samhljóða frétt Stöðvar 2. Í frétt Vísis er þess getið að töð 2 hafi rætt við hina grunuðu og vitnað til þess viðtals, en Stöðvar 2 ekki getið að öðru leyti.
Kærandi telur í kærunni að Vísir hafi brotið siðareglur blaðamanna með „stuldi" á frétt sinni á Stöð 2. Ljóst sé af orðalagi og tímasetningu Vísisfréttarinnar að hún sé „ekki nema endursögn" fréttarinnar á Stöð 2 og hafi ísi því borið að geta heimildar rækilega. Kærandi telur að ísir hafi brotið ákvæði 1. greinar siðareglna um að blaðamaður leitist við að gera ekkert sem til vanvirðu megi teljast fyrir stétt sína, að hann forðist hvaðeina sem skert geti hagsmuni stéttarinnar og skuli sýna drengskap í skiptum við starfsfélaga. „Höfundarréttarbrot ísis er til þess fallið að skerða hagsmuni blaðamannastéttarinnar og kasta rýrð á stéttina, sem á að mínu mati að sameina krafta sína í baráttu gegn misnotkun á því höfundarréttarvarða efni sem hún býr til. ísir kemur ódrengilega fram við starfsfélaga þegar hann gerir frétt töðvar 2 að sinni," segir í kærunni. Þá telur kærandi að fréttin varði við ákvæði 3. greinar siðareglna um vandaða úrvinnslu og framsetningu. „Úrvinnslu og framsetningu er ábótavant að því leyti að almenningur er leyndur frumheimildinni, sem er fréttastofa töðvar 2, og látið líta út fyrir að fréttin hafi að langmestu leyti orðið til hjá starfsmönnum Vísis."
Í svarbréfi sínu til kæranda segir kærði meðal annars að Vísir leggi á það áherslu að geta heimilda, og leggi ekki í vana sinn að hafa fréttir annarra fjölmiðla eftir án þess að geta heimildar. „[Í] umræddri frétt má vel skilja hvaðan uplýsingarnar eru fengnar. Telji menn að ekki séu tekin af öll tvímæli væri um yfirsjón að ræða." Þessa afstöðu ítrekaði kærði á fundi siðanefndar. Það væri sjálfsögð meginregla að geta heimilda fyrir fréttum, nema þegar um „almælt tíðindi" væri að ræða. Vísisfréttin, sem styddist ekki við aðrar heimildir en frásögn töðvar 2, væri sennilega á „gráu svæði" þar sem heimildar fyrir fréttinni allri væri getið óbeint með því að vitna í samtal Stöðvar 2 við hina grunuðu; þetta væru tengsl („assósíasjón"). Kærði sagðist viðurkenna að hægt væri að líta svo á að heimildar sé ekki nógu rækilega getið í fréttinni en það hefði ekki verið ásetningur ísismanna.
Í bréfi sínu til ísis 11. ágúst hafði kærandi leitað leiðréttingar mála sinna og farið fram á að „Vísir birti yfirlýsingu á sama tíma og téð endursögn birtist og með jafn áberandi hætti um að fréttin hafi að öllu leyti verið fengin úr fréttatíma Stöðvar 2". Þegar þetta bréf barst var ritstjóri ísis í orlofi, en stjórnarformaður ísis mun hafa rætt málið við fréttastjóra töðvar 2. Þeirra samræðna sá engan stað í fréttum Vísis.
Vegna orðalags í kærunni er rétt að taka fram að siðanefnd fjallar ekki um höfundarrétt sem slíkan í úrskurðum sínum. Hún hefur þó við umfjöllun um þetta mál í haft í huga almenn ákvæði um höfundarrétt og þær venjur sem taldar eru við hæfi innan blaðamannastéttarinnar um meðferð heimilda. Í bæklingi frá Alþjóðasambandi blaðamanna, Authors' rights for journalists eftir Irene Konings (1998), segir meðal annars að ekki sé nauðsyn að leita leyfis til notkunar frétta, staðreynda og upplýsinga í fjölmiðlum þegar þess sé þörf í nafni óhefts upplýsingaflæðis. Það sé þó góð siðvenja í blaðamennsku („good journalistic practise") að geta heimilda í slíku tilviki og auki sanngildi frásagnarinnar. Réttarvernd nái hinsvegar til sjálfrar þeirrar aðferðar sem viðhöfð sé við framsetningu staðreynda.
Nefndin tekur undir með kærða um að eðlilegt sé að gera greinarmun á því hvort tilteknar fréttir eða fréttaatriði byggjast beinlínis á frásögn eða viðtölum í öðrum fjölmiðli eða geta flokkast undir almælt tíðindi, þar sem upphafsmaður eða -miðill fréttar er óljós, margskonar eða þess eðlis að ekki getur talist ástæða til að geta hans. lík almælt tíðindi gætu til dæmis verið úrslit í íþróttaleik, eða mannslát, eða erlend stórtíðindi þar sem stuðst er við almennar frásagnir frá mörgum fréttastofum. Þess ber að gæta að einstakir þættir slíkra „almæltra" frétta geta þó verið verk eins fjölmiðils sem þá væri „góð siðvenja" að nefna. ið slíkan fréttaflutning er einnig rétt að hafa í huga að blaðamaður eða fjölmiðill sem segir almælt tíðindi án heimildar gengst sjálfur í ábyrgð fyrir sanngildi fréttarinnar. Séu fréttir af mannsláti ótímabærar tjóar blaðamanni lítt að vísa til ónefndrar heimildar.
Frétt Vísis um hótunarbréfið og lögreglurannsóknina er stutt endursögn á frétt Stöðvar 2. Þar er engu við bætt og orðalag víðast tekið beint úr upphaflegu fréttinni. Hér eru ekki „almælt tíðindi" á ferð, heldur frétt sem töð 2 á upphaf að og vann sérstaklega. ísir hefur fullan rétt til að endursegja meginatriði fréttar Stöðvar 2, en á þá að nefna heimild sína ótvírætt. Í Vísisfréttinni er Stöðvar 2 einungis getið í frásögn af ummælum hinnar grunuðu við fréttastofuna. Ekki verður séð að þar með eigi lesandi að vita að önnur efnisatriði fréttarinnar eru fengin þaðan líka.
Siðanefnd fellst á röksemdir kæranda um að í fréttinni sé ekki sýndur sá drengskapur í skiptum við starfsfélaga sem siðareglur gera ráð fyrir. Þar skiptir miklu að óskum um leiðréttingu er ekki sinnt. Orlofsmál á ritstjórn ísis firra ritstjórnina ekki ábyrgð í því efni. Þá getur það ekki talist nægilega vönduð úrvinnsla og framsetning í anda 3. greinar siðareglna að geta ekki rækilega heimildar í fréttinni og sinna í engu ábendingum um leiðréttingu.
Siðanefnd virðist málið fyrst og fremst sprottið af yfirsjón og mistökum á ritstjórn ísis og ekki neinskonar ásetningi, samanber yfirlýsingu ritstjórans um meðferð heimilda. Þá er töð 2 vissulega nefnd í ísisfréttinni, og má telja það ísi til málsbóta. Þegar um grundvallarmál af þessu tagi er að ræða hljóta menn hins vegar að vænta lýtalausrar fagmennsku í vinnubrögðum.
Kærði hefur brotið 1. og 3. greinar siðareglna. Brotið er ámælisvert.
Reykjavík, 30. september 1998
Þorsteinn Gylfason, Mörður Árnason, Hjörtur Gíslason, Hreinn Pálsson, Sigurveig Jónsdóttir