Opið fyrir tilnefningar til blaðamannaverðlauna til og með 27. janúar

Frestur til að tilnefna er til 27. janúar
Frestur til að tilnefna er til 27. janúar

Blaðamannaverðlaun Blaðamannafélags Íslands verða afhent þann 13. mars. Tilnefningar dómnefndar verða kynntar viku fyrir afhendingu, þann 6. mars. 

Frestur til að skila inn tilnefningum er til og með 27. janúar.

Eins og undanfarin ár verða verðlaunin veitt í fjórum flokkum:

  • Umfjöllun ársins 2024

  • Viðtal ársins 2024

  • Rannsóknarblaðamennska ársins 2024

  • Blaðamannaverðlaun ársins 2024

Hver sem er má tilnefna fjölmiðlaumfjöllun og blaðamann/menn til Blaðamannaverðlauna 2024. Verðlaunahæf blaðamennska fjallar um aðkallandi málefni, er góð að efni og formi, sanngjörn og traust.
 
Tilnefningar fara eingöngu í gegnum Google Forms. Beðið er um google netfang til að komast inn í eyðublaðið - en upplýsingar um netföng eru hins vegar ekki geymdar.

Tilnefna hér