- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Siðavefur
- Lög og reglugerðir tengdar blaðamennsku
- Verðlaun
- Blaðamaðurinn
- Ritstjórnarlegt sjálfstæði
- Aðgengi að hættusvæðum
- Viðburðir
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
„Það er grundvallarþáttur í lýðræðislegu samfélagi að við eigum sterka og öfluga fjölmiðla sem geta veitt valdhöfum stórfyrirtækjum sérhagsmunaöflum virkt aðhald og upplýst almenning um það sem skiptir máli,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður BÍ, ræddi við hana í kjölfar þess að henni var afhent áskorun stjórnar félagsins til eflingar blaðamennsku og fjölmiðla.
Þórhildur er fylgjandi áframhaldandi styrkveitingum til einkarekinna fjölmiðla. „En ég vil að það sé skýrara og betra regluverk þegar kemur að ritstjórnarlegu sjálfstæði, gagnsæi um eignarhald og í hvað styrkirnir fara. Þórhildur segir að Píratar vilji efla og styrkja styrkjaumhverfi til fjölmiðla þannig að þeir fái stóra og stönduga rannsóknarstyrki og geti stundað öfluga blaðamennsku. „Ég myndi vilja leggja meiri áherslu á styrki fyrir rannsóknarblaðamennsku sem að er hægt að nálgast á jafningjagrundvelli og einnig auka skattahvata fyrir fjölmiðla til að starfa og fókusa svolítið á sjálfstæða fjölmiðla,“ segir hún.
Þórhildur segir Pírata ítrekað hafa kallað ríkisstjórnina til ábyrgðar þegar hún hefur gengið á fjölmiðlafrelsið. „Við höfum kallað eftir opinberri rannsókn á því hvernig lögreglan á Norðurlandi eystra hefur farið með blaðamenn í skæruliðamáli Samherja Hún segir að bæta þurfi réttarumhverfi blaðamanna til að koma í veg fyrir að þeir lendi í mjög dýrum málaferlum og tryggja að einungis dómarar geti tekið fyrir lögbannskröfur frá hagsmunaaðilum gagnvart fjölmiðlum.
Þórhilur segir að einnig þurfi að tryggja að umhverfi fyrir blaðamenn á Íslandi sé þannig að þeir upplifi ekki að þeir búi við ógn eða einhvers konar afkomuóöryggi vegna þess að þeir stundi blaðamennsku. Píratar muni beita sér fyrir að ofangreind atriði rati í málefnasamning komist þeir í þá aðstöðu að mynda ríkisstjórn eftir kosningar.
Hér má horfa á myndbandið í heild sinni
Hér má lesa áskorun Blaðamannafélags Íslands til stjórnmálaflokka 2024