- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Blaðaljósmyndarafélag Íslands auglýsir eftir bestu myndum nýliðins árs í samkeppnina Myndir ársins. Skilafrestur til að skila inn myndum í Myndir ársins 2024 er 5. febrúar næstkomandi. Flokkum hefur verið breytt og þau sem vilja senda inn myndir eru hvött til að kynna sér þær breytingar.
Blaðaljósmyndarafélag Íslands minnir á skil í „Myndir ársins 2024“. Skilafrestur mynda er til kl. 24:00, mánudaginn 5. febrúar 2024.
Athygli er vakin á að flokkum hefur verið breytt aðeins svo við við hvetjum alla til að kynna sér það á vefnum www.myndirarsins.com
Myndum er t.d. hægt að skila með því að:
Lög félagsins og skilareglur eru á www.myndirarsins.com og hvetjum við alla til að kynna sér þær gaumgæfilega.
Ef einhver er í vandræðum með þetta þá endilega sendið fyrirspurnir á póstfangið blimyndir@gmail.com
Allir fá staðfestingarpóst þegar myndir hafa verið mótteknar.
Af gefnu tilefni viljum við minna á að allir sem senda inn myndir eiga að setja inn heiti mynda og stuttan myndatexta við allar innsendar myndir eins og lýst er í skilaleiðbeiningum.
Að lokum viljum við hvetja ykkur öll til að taka þátt og senda ykkar bestu myndir frá nýliðnu ári.
Kveðja,
Stjórn Blaðaljósmyndarafélags Íslands