- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Siðavefur
- Lög og reglugerðir tengdar blaðamennsku
- Verðlaun
- Blaðamaðurinn
- Ritstjórnarlegt sjálfstæði
- Aðgengi að hættusvæðum
- Viðburðir
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
„Blaðamennska hefur alltaf verið mikilvæg og jafnvel enn mikilvægara nú en áður þegar við erum komin með samfélagsmiðlana sem eru auðvitað farnir að hafa mikil áhrif á umræðuna,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. „En þá er það þeim mun mikilvægara að hefðbundnu fjölmiðlarnir virki sem mótvægi við það sem stundum geta verið falsfréttir. Fólk hefur ekki hugmynd um hvað er rétt og rangt á samfélagsmiðlunum, þess vegna þurfa hefðbundnir fjölmiðlar að temja sér ákveðna hlutlægni því ef að þeir birtast sem áróðursmiðlar þá fá falsfréttirnar meira vægi af því að þá fer fólk að leita annað,“ segir hann. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður BÍ, ræddi við hann í kjölfar þess að honum var afhent áskorun stjórnar félagsins til eflingar blaðamennsku og fjölmiðla.
Sigmundur telur skattalækkanir heppilegri en beinir ríkisstyrkir til einkarekinna fjölmiðla og segir Miðflokkinn vilja að fólk geti ráðstafað greiðslum sínum sem hingað til hafa eingöngu runnið til Ríkisútvarpsins til annarra fjölmiðla. „Við leggjum til dæmis til að fólk geti ráðstafað greiðslum sínum sem að fram að þessu hafa eingöngu farið í Ríkisútvarpið til að einhverju leyti annarra miðla og það er það bara lýðræðislegt að fólk geti valið hvaða miðla þeir styðja. Nú ég tel líka að það eigi að styðja við íslenska fjölmiðla. Til dæmis með lægri sköttum frekar en beinum ríkisstyrkjum. Ég hef efasemdir um að gera alla fjölmiðla háða ríkisstyrkjum,.“ segir hann.
SIgmundur Davíð telur einnig mikilvægt að bæta samkeppnisstöðu íslenskra fjölmiðla gagnvart erlendum tæknirisum, til dæmis með skattlagningu. „Svo þarf að bæta stöðu þeirra gagnvart erlendum keppinautum, til dæmis varðandi auglýsingar. Það er ekki gott að íslenskir fjölmiðlar þurfi að keppa við Google og Facebook og alla þessa án þess að það sé jafnræði þar á milli,“ segir Sigmundur. „Við þurfum að minnsta kosti að heimila íslenskum miðlum að auglýsa á sama hátt og gert er á erlendum miðlunum en menn hafa auðvitað velt upp í mörgum löndum, Ástralíu og víðar, skattlagningu á erlendu miðlana til samræmis sem hefur reynst erfitt. En takist það ekki þá þarf einfaldlega að gefa þetta eftir gagnvart innlendum miðlunum,“ segir hann og segist aðspurður muni beita sér fyrir að þau atriði sem hann nefnir rati í málefnasamning nýrrar ríkisstjórnar komist hann í þá aðstöðu að mynda hana.
Hér má horfa á myndbandið í heild sinni
Hér má lesa áskorun Blaðamannafélags Íslands til stjórnmálaflokka 2024