- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Siðavefur
- Lög og reglugerðir tengdar blaðamennsku
- Verðlaun
- Blaðamaðurinn
- Ritstjórnarlegt sjálfstæði
- Aðgengi að hættusvæðum
- Viðburðir
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Ívar Haukur Jónsson fæddist árið 1927 og var blaðamaður á Þjóðviljanum þegar hann fékk inngöngu í Blaðamannafélagið árið 1954, að því er fram kemur í Blaðamannaminni á press.is. Þar segir að Ívar hafi orðið ritstjóri Þjóðviljans 1963-1971 og á þeim tíma var hann í tvígang formaður Blaðamannafélags Íslands, m.a. þegar Blaðamannafélag Íslands fór í fyrsta verkfall sitt 1963.
Í minningargrein sem Björn Vignir Sigurpálsson blaðamaður og bróðursonur Ívars, skrifar í Morgunblaðið í dag segir jafnframt að Ívar hafi gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Blaðamannafélagið, hafi verið "í nefndum sem lögðu grunn að lífeyrissóði félagsins, mótuðu fyrstu reglur siðanefndar félagsins og var einnig fenginn til að skipuleggja fyrstu námskeið félagsins í blaðamennsku með kennurum frá Norræna blaðamannaskólanum í Árósum". Björn Vignir segir að Ívars hafi fyrst og fremst verið minnst innan blaðamannastéttarinnar "fyrir að hafa í sinni formannstíð stýrt Blaðamananfélaginu fumlaust og ákveðið í gegnum fyrsta verkfall í sögu þess".