- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Ingveldur Geirsdóttir, blaðamaður og fyrrum forustukona í Blaðamannafélaginu, er látin. Hún var aðeins 41 árs þegar hún lést, 26. apríl, eftir baráttu við krabbamein. Hún var ritari stjórnar Blaðamannafélags Íslands þar til á síðasta aðalfundi þegar hún hætti vegna veikinda sinna. Hún greindist með brjóstakrabbamein árið 2014 og talaði opinberlega um sjúkdóminn og reynslu sína, m.a. í fjölmiðlum.
Ingveldur starfaði á Morgunblaðinu frá 2005 þar til hún lést, að undanskildu tímabili þegar hún var fréttamaður á Stöð 2012 – 2013.
Eins og áður segir gegndi hún trúnaðarstörfum fyrir Blaðamannafélagið, var í varastjórn félagsins frá 2014-2015 og síðan í aðalstjórn frá 2015-2019.
Sjá umfjöllun mbl.is um Ingveldi hér