Ingveldur Geirsdóttir látin

Ing­veld­ur Geirs­dótt­ir, blaðamaður og fyrrum forustukona í Blaðamannafélaginu, er lát­in. Hún var aðeins 41 árs þegar hún lést, 26. apríl, eft­ir bar­áttu við krabba­mein. Hún var ritari stjórnar Blaðamannafélags Íslands þar til á síðasta aðalfundi þegar hún hætti vegna veikinda sinna.  Hún greind­ist með brjóstakrabba­mein árið 2014 og talaði opinberlega um sjúkdóminn og reynslu sína, m.a. í fjölmiðlum.

Ing­veld­ur starfaði á Morg­un­blaðinu frá 2005 þar til hún lést, að undanskildu tímabili þegar hún var fréttamaður á Stöð   2012 – 2013.   

Eins og áður segir gegndi hún trúnaðar­störf­um fyr­ir Blaðamanna­fé­lagið, var í vara­stjórn fé­lags­ins frá 2014-2015 og síðan í aðal­stjórn frá 2015-2019.

Sjá umfjöllun mbl.is um Ingveldi hér