- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Blaðamannafélag Íslands vinnur nú að gerð fræðsluáætlunar fyrir árið 2025. Markmiðið er að bjóða félagsmönnum reglulega upp á fjölbreytt og gagnleg námskeið sem tengjast starfi blaðamanna í síbreytilegum heimi samfélags og fjölmiðla. Stefnt er á að bjóða jafnt upp á örnámskeið sem lengri námskeið - en áhugi félagsmanna ræður að sjálfsögðu mestu um hvað verður boðið upp á, hvenær og hvernig.
Við biðlum því til félagsmanna um að taka þátt í könnun sem send var félagsmönnum í tölvupósti í dag, svo við getum sniðið námskeiðin að þörfum og óskum blaðamanna.