Háskólanám tengt fjölmiðlum


Hér með er vakin athygli á að tvær námsleiðir við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og ein við Háskólann á Akureyri snúa að fjölmiðlum og eru bæði hagnýtar og fræðilegar:

  1. Meistara- og diplómanám í blaða- og fréttamennsku- Aðeins er hægt að byrja í meistaranámi á haustin: Hagnýtt og fræðilegt nám, þar sem áhersla er lögð á að kenna nemendum vinnubrögð og aðferðir sem blaða- og fréttamenn nota við vinnu sína og að laga efni að ólíkum tegundum miðla, prent-, vef-, mynd- og hljóðmiðla. Nánari upplýsingar: https://www.hi.is/sites/default/files/thbg/fretta_og_bladamennska_a_apr_20.pdf og í kennsluskrá HÍ: https://ugla.hi.is/kennsluskra/index.php?tab=nam&chapter=namsleid&id=100415_20206&kennsluar=2020
    Diplómanám í blaða- og fréttamennsku:  Lögð er áhersla á hagnýt námskeið úr meistaranáminu sem hefur um árabil menntað fjölda starfandi blaða- og fréttamanna. Upplýsingar um Diplómanámið eru hér á  bls. 46-51: https://www.hi.is/sites/default/files/thbg/framhaldsbaekl_2019-20.pdf  
  2. Meistara- og diplómanám í fjölmiðla- og boðskiptafræðum í samstarfi Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri og geta nemendur einnig innritast í HA. Hægt að taka í fjarnámi. Sjá ítarlega lýsingu á náminu og einstökum námskeiðum bls. 1-10: https://www.hi.is/sites/default/files/bgk/baeklingur_fbf_blf.pdf 
    Markmið háskólanna er að byggja upp öflugt rannsóknamiðað nám, ekki síst í ljós mikils og vaxandi mikilvægis og áhrifa fjölmiðla í lífi fólks og samfélaginu í heild. Nám af þessu tagi hefur notið vaxandi vinsælda víða erlendis og mikil gróska er í rannsóknum erlendis á þessu sviði.  Áhersla er lögð á að skoða íslenska fjölmiðla og íslenskan veruleika ekki síst í samhengi við það sem gerist annars staðar.  

Endilega hafðu samband við undirritaðar ef þú hefur frekari spurningar eða vilt ræða um þessa möguleika.
Með okkar bestu kveðjum,
Margrét S. Björnsdóttir, msb@hi.is  símar 5254254 eða 8677817
Elva Ellertsdóttir, elva@hi.is
Elínborg Kolbeinsdóttir, elinborg@hi.is