- Félagið&fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Langar þig að bæta við þig námi, fara á námskeið, ráðstefnu eða sækja þér annars konar þekkingu innanlands eða erlendis? Endurmenntunar og háskólasjóður BÍ aðstoðar félagsfólk við að styrkja sig í sínu fagi.
Úthlutunarreglur Endurmenntunar- og háskólasjóðs BÍ eru endurskoðaðar árlega en nýverið tók stjórn sjóðsins ákvörðun um að hækka endurgreiðsluhlutfall fyrir nám og hvers kyns endurmenntun úr 50% í 75% af skóla- og námskeiðsgjöldum. Einnig er endurgreitt 75% af fargjaldi og gistikostnaði í tengslum við þátttöku í námskeiði eða ráðstefnu.
Greitt er allt að 200.000 krónur vegna námskeiðs- og ráðstefnugjalda, 300.000 krónur vegna skráninga- og skólagjalda á háskólastigi og 100.000 krónur vegna ferðakostnaðar. Hámarksstyrkur, m.v. fullan rétt í sjóðnum er 300.000 krónur á 24 mánaða tímabili.
Frekari upplýsingar og umsóknareyðublað má finna hér.