Gleðileg jól

Starfsfólk Blaðamannafélags Íslands óskar þér og þínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Við þökkum þér fyrir samskiptin og samstarfið á árinu sem er að líða.

Blaðamaðurinn, tímarit félagsins, kemur út milli jóla og nýárs og verður sendur öllum félagsmönnum í kjölfarið.

Skrifstofa BÍ verður að mestu lokuð yfir jól og áramót. Ef erindið er brýnt er hægt að senda póst á press@press.is eða hringja í Sigríði Dögg, formann félagsins, í síma 894-9050. Við opnum aftur föstudaginn 3. janúar.