Formenn vilja bæta styrkjaumhverfi fjölmiðla og skoða stöðu RÚV á auglýsingamarkaði

Formenn flokkanna taka við áskorun BÍ um að efla blaðamennsku og fjölmiðla á Íslandi.
Formenn flokkanna taka við áskorun BÍ um að efla blaðamennsku og fjölmiðla á Íslandi.

Samfélagið þarf flóru af öflugum, óháðum fjölmiðlum. Styrkja þarf fjölmiðla og efla umhverfi þeirra þannig að þeir geti stundað öfluga blaðamennsku. Lækka þarf skatta á fjölmiðla, draga úr umsvifum RÚV á auglýsingamarkaði og koma á öflugra og fjölbreyttara styrkjaumhverfi fyrir blaðamennsku og fjölmiðla. Þetta kemur fram í viðtölum við formenn flokkanna sem Blaðamannafélag Íslands tók við þá þegar áskorun félagsins til stjórnmálaflokka í aðdraganda Alþingiskosninga um hvernig efla megi blaðamennsku og fjölmiðla. Í áskorun stjórnar segir m.a.:

„Staða fjölmiðla á Íslandi er ekki einkamál fjölmiðlanna sjálfra heldur varðar samfélagið allt. Öflugir fjölmiðlar eru forsenda þess að hægt sé að veita stjórnvöldum og stórfyrirtækjum nauðsynlegt aðhald. Þá styrkja þeir einnig íslenska tungu og menningararf.“

Allir formenn veittu viðtöl að undanskildri Ingu Sæland, sem gaf ekki kost á viðtali.

Á næstu dögum birtast viðtölin við formennina í heild sinni þar sem þau gera grein fyrir stefnu sinni og áherslum í málefnum fjölmiðla.