- Félagið&fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Blaðamennska er ekki aðeins samfélagslega mikilvæg heldur lífsnauðsynleg fyrir lýðræðið. Fjölmiðlar eru mikilvægari en nokkru sinni og þurfa að hafa bolmagn til að geta fjallað með óháðum hætti um stór og mikilvæg málefni og veitt aðhald. Alls staðar þar sem vegið er að fjölmiðlum er lýðræði skert og lífsgæði dvína. Þetta kemur fram í viðtölum við formenn stjórnmálaflokkanna sem Blaðamannafélag Íslands (BÍ) tók við þá þegar formaður og framkvæmdastjóri félagsins afhentu þeim áskorun stjórnar um að formennirnir og stjórnmálaflokkarnir beiti sér fyrir því að að skapa umhverfi og aðstæður hér á landi þannig að öflugir, sjálfstæðir og frjálsir fjölmiðlar fái hér þrifist í þágu almennings og lýðræðis.
Í áskorunni segir m.a: “Fjölbreytt, frjálst og öflugt fjölmiðlaumhverfi er grundvöllur lýðræðislegrar umræðu og samfélags. Aukin skautun í opinberri umræðu og upplýsingaóreiða gerir það að verkum að aldrei hefur verið meiri þörf fyrir vandaða blaðamennsku. Á tímum sem algóritmar samfélagsmiðla sýna kannski bara eina hlið raunveruleikans, gervigreind rýfur mörkin milli þess raunverulega og óraunverulega, erlend glæpasamtök reyna að hafa áhrif á lýðræðislegar kosningar víða um heim og grafa undan samfélagslega mikilvægum stofnunum, hafa hefðbundnir fjölmiðlar verið að veikjast. Traustir fréttamiðlar sem ástunda fagleg vinnubrögð eru mikilvægasta vörnin gegn þessum hættum.”
Formenn allra stjórnmálaflokka tóku við áskoruninni formlega, að undanskilinni Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, sem gaf ekki kost á viðtali.
Í áskoruninni eru tíu tillögur BÍ til eflingar blaðamennsku:
Formenn flokkanna voru spurðir þriggja spurninga:
Í dag birti BÍ samantekt á svörum formanna við fyrstu spurningunni, á morgun samantekt á svörum við annarri spurningunni og á næstu dögum verða viðtöl við formennina birt í heild sinni á vef félagsins, press.is, og á samfélagsmiðlum.