Þrír fundir um kosningarnar í H.Í.

Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Stjórnmálafræðideild HÍ standa fyrir þremur opnum fundum í Háskóla Íslands í aðdraganda alþingiskosninga 2013. Fræðimenn á sviði stjórnmálafræði og sagnfræði spá í spilin.       

1. Föstudaginn 19. apríl kl. 12-13 í Lögbergi st. 101. Guðni Th. Jóhannesson lektor í sagnfræði: Stjórnarkreppan mikla. Hvers vegna munu  stjórnarmyndunarviðræður ganga illa eftir alþingiskosningarnar í apríl 2013?.
        Í fyrirlestrinum verða stjórnarmyndunarviðræður skoðaðar í sögulegu ljósi og m.a. leidd rök að því  að eftir þingkosningarnar framundan muni reynast erfitt að koma saman  ríkisstjórn og stjórnar. Umræðum stjórnar Steinunn Stefánsdóttir, blaðamaður. 
 
2. Mánudaginn 22.apríl kl. 12-13 í Odda st. 101. Dr. Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði og Dr. Stefanía Óskarsdóttir lektor í stjórnmálafræði:  Hver er staðan í íslenskum stjórnmálum fimm dögum fyrir Alþingiskosningar? 
        Talsverðar líkur eru á gjörbreyttu pólitísku landslagi eftir alþingiskosningarnar sem haldnar verða 27. apríl n.k.  Miklar sviptingar eru innan flokka, ný framboð hafa komið fram og fylgi flokka og framboða er á fleygiferð.  Stjórnmálafræðingarnir munu fjalla um stöðuna í íslenskum stjórnmálum  fimm dögum fyrir kosningar.  Umræðum stjórnar Höskuldur Kári Schram fréttamaður á Stöð 2.

3. Miðvikudaginn 24. apríl kl. 12:15-13:15 í Odda st 101. Dr. Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði og Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur og doktorsnemi:  Hvernig hegða kjósendur sér?
Fjöldi nýrra framboða og miklar fylgissveiflur í skoðanakönnunum veldur því að líklega hefur aldrei verið eins erfitt að ráða í hegðun kjósenda og nú þegar alþingiskosningar eru rétt handan við hornið.  Í erindum sínum ræða  stjórnmálafræðingarnir um hegðun kjósenda. Ólafur Þ Harðarson ræðir Kosningasveiflur og nýir flokka og í erindi Evu Heiðau Önnudóttir doktorsnema í stjórnmálafræði  Nýir  kjósendur, gamlir flokkar?: Tryggð kjósenda við stjórnmálaflokka og  nálægð á hugmyndafræði fjallar hún m.a. um minnkandi tryggð kjósenda og minni áhrif vinstri-hægri nálægðar við stjórnmálaflokk á það sem fólk kýs.