Síðdegisfyrirlestur um tjáningarfrelsi

Síðdegisfyrirlestur um tjáningarfrelsi

Síðastliðið sumar kvað Mannréttindadómstóll Evrópu upp dóma í málum tveggja blaðamanna sem höfðu orðið að sæta ómerkingu ummæla fyrir íslenskum dómstólum og greiða miskabætur vegna skrifa sinna í tvö íslensk blöð. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði gerst brotlegt við 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, 

sem verndar tjáningarfrelsið. Dómarnir hafa verið tilefni umræðu og vakið áleitnar spurningar um réttarstöðu blaðamanna, vernd tjáningarfrelsis, samspil stjórnarskrár og Mannréttindasáttmála Evrópu og hlutverk íslenskra dómstóla á þessu sviði.

Um þetta verður fjallað á næsta síðdegisfyrirlestri LOGOS.

Dagskrá:

1. Eiríkur Jónsson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands - Breyting á réttarstöðu blaðamanna með lögum nr. 38/2011 um fjölmiðla.
2. Jakob Möller, hrl. - Frá Þorgeiri Þorgeirsyni til Bjarkar Eiðsdóttur- Dómaframkvæmd Hæstaréttar um tjáningarfrelsi í ljósi Mannréttindasáttmála Evrópu og dóma Mannréttindadómstólsins.
3. Almennar umræður.
Fundarstjóri verður Fannar Freyr Ívarsson, lögfræðingur.

Fundurinn verður haldinn á skrifstofu LOGOS lögmannsþjónustu, Efstaleiti 5, milli 16 og 18 fimmtudaginn 25. október. Boðið verður upp á léttar veitingar. Allir velkomnir en tilkynnið vinsamlegast um þátttöku með því að senda tölvupóst á netfangið oddur@logos.is.