- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Blaðamannafélag Íslands hefur undanfarin ár gert reglulega launakönnun á meðal fastráðinna félaga í BÍ. Nú er ein slík könnun í bígerð og munu blaðamenn á næstunni fá senda slóð á vefsvæði þar sem þeir geta svarað könnuninni. Könnunin er gerð af fyrirtækinu Intellecta sem er sérhæft í gerð slíkra kannana. Tryggt er að svör eru ekki rekjanleg til einstaklinga eða einstakra vinnustaða og sér Intellecta alfarið um að vinna úr svörunum og skila niðurstöðum til félagsins.
Afar mikilvægt er að sem flestir taki þátt í könnuninni svo raunsönn mynd fáist af kjörum félagsmanna og samninganefndin geti haft niðurstöðurnar til samanburðar við aðrar upplýsingar sem eru til um kjör í stéttinni og hver þróunin hefur orðið frá því síðasta könnun var gerð fyrir þremur árum síðan.
Hvert og eitt ykkar fáið einnig mikilvægar upplýsingar í hendurnar um það hvað verið er að greiða öðrum í sambærilegum störfum og með sambærilegan bakgrunn hvað varðar menntun, reynslu og ábyrgð.