- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Málþing verður haldið miðvikudaginn 23. janúar kl. 14-17 í Öskju stofu 132 á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála og meistaranáms í blaða- og fréttamennsku við HÍ í tilefni ábendingar ÖSE um að ekki giltu hér á landi opinberar reglur um störf eða skyldur fjölmiðla í aðdraganda kosninga.
Dagskrá:
1. Finnur Beck, lögfræðingur, opnar málþingið
2. Elfa Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar
3. Guðbjörg Hildur Kolbeins fjölmiðlafræðingur
4. Margrét Sverrisdóttir, verkefnastjóri
5. Ólafur Stephensen ritstjóri
6. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, fréttamaður.
Pallborð með frummælendum ásamt Ólafi Þ Harðarsyni prófessor og Frey Einarssyni, ritstjóra.
Fundarstjóri er Þór Jónsson, blaðamaður.
Fjölmörg ríki hafa sett reglur er lúta að atriðum er varða umfjöllun og störf fjölmiðla í tengslum við kosningar. Í kjölfar eftirlits með kosningum til Alþingis árið 2009 benti eftirlitsnefnd Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) á að hér á landi giltu ekki reglur um störf eða skyldur fjölmiðla í aðdraganda kosninga. Kom nefndin með ábendingar um að íhuga mætti lagasetningu um starfsemi fjölmiðla í tengslum við kosningar þ.m.t. um pólítískar auglýsingar og veitingu útsendingartíma til framboð. Menntamálaráðherra hefur skipað nefnd með fulltrúum allra flokka til fara yfir athugasemdir ÖSE og gera tillögur til úrbóta.