Félagatal BÍ var tekið úr opinberri birtingu í september sl. þar sem birtingin gekk gegn lögum um persónuvernd að áliti lögmanns BÍ og forstjóra Persónuverndar. Minnisblað Landslaga sem eldri félagsmenn létu vinna og sendu stjórn félagsins um birtingu félagatals staðfestir þessa ákvörðun stjórnar.