Blaðamenn í BÍ sem starfa hjá Árvakri, Sýn, Ríkisútvarpinu og Torgi samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta að fara í verkfallsaðgerðir til áréttingar kröfum sínum.
„Við höfum talað fyrir daufum eyrum í 10 mánuði þannig að okkur er nauðugur einn kostur,“ sagði Hjálmar Jónsson formaður BÍ m.a. í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun.
Nýr kjarasamningur milli Blaðamannafélags Íslands og útgáfufélagsins Birtings var undirritaður nú í hádeginu með fyrirvara um samþykki samninganefndar BÍ og félagsmanna BÍ á Birtingi og stjórnar Birtings. Kynning og atkvæðagreiðsla um samninginn fer fram í hádeginu á morgun.
Stjórn og samninganefnd Blaðamannafélags Íslands hefur samþykkt að efna til atkvæðagreiðslu um fjórar vinnustöðvanir í nóvember á miðvikudaginn kemur, þann 30. október.